Segir að málsmeðferðartíminn sé allt of langur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2014 17:50 visir/vilhelm „Ég er þeirra skoðunar að málsmeðferðartími okkar sé allt of langur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sem ræddi um málefni hælisleitenda hér á landi og úrvinnslu mála þeirra í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er í raun og veru algjörlega óafsakanlegt. Við höfum verið að afgreiða mál á löngum tíma, fólk er að bíða hér allt upp í tvö ár sem er ekki viðunandi.“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á mánudaginn að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær héldu fram. „Í þessu tilfelli var verið að bíða eftir útlendingastofnun og þegar niðurstaða þeirra lág fyrir kom í ljós að hún hafði synjað fólkinu. Ég óskaði eftir því þegar málið kom til ráðuneytisins að málið færi í flýtimeðferð því þarna er um barn að ræða.“ Hanna Birna segir að það hafi verið niðurstaða embættismanna ráðuneytisins var að snúa þessum dómi. „Þessar sem um ræðir fengu hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum og það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir þessa einstaklinga.“ Hanna Birna segir að nú sé verið að setja á laggirnar nýja leið í málefnum hælisleitenda og er hún að norskri fyrirmynd. Leiðin feli það í sér að málin taka styttri tíma og einnig sé um að ræða ákveðna hagræðingu. Tengdar fréttir Kólumbísku konurnar fengu dvalarleyfi Ákvörðun innanríkisráðuneytisins fagnað ákaft. 25. mars 2014 07:45 Kólumbísku konurnar þakklátar "Ég er mjög glöð núna. Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðu okkur í þessu mál. Innilegar þakkir.“ 24. mars 2014 16:12 Fá að vera áfram á Íslandi Innanríkisráðuneyið snéri í dag dómi Útlendingastofnunar í máli Kólumbískrar konu á sjötugsaldri, dóttur hennar og sjö ára barnabarni sem synjað var um hæli hér á landi. 24. mars 2014 20:19 Kólumbísku konurnar fá dvalarleyfi hér á landi Konurnar kærðu úrskurð Útlendingastofnunar til Innanríkisráðuneytisins sem synjaði þeim um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. mars 2014 12:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
„Ég er þeirra skoðunar að málsmeðferðartími okkar sé allt of langur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sem ræddi um málefni hælisleitenda hér á landi og úrvinnslu mála þeirra í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er í raun og veru algjörlega óafsakanlegt. Við höfum verið að afgreiða mál á löngum tíma, fólk er að bíða hér allt upp í tvö ár sem er ekki viðunandi.“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á mánudaginn að tvær kólumbískar konur og sjö ára stúlka skyldu hljóta dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hafði áður synjað konunum um hæli og taldi ekki sannað að þær væru í hættu í heimalandi sínu eins og þær héldu fram. „Í þessu tilfelli var verið að bíða eftir útlendingastofnun og þegar niðurstaða þeirra lág fyrir kom í ljós að hún hafði synjað fólkinu. Ég óskaði eftir því þegar málið kom til ráðuneytisins að málið færi í flýtimeðferð því þarna er um barn að ræða.“ Hanna Birna segir að það hafi verið niðurstaða embættismanna ráðuneytisins var að snúa þessum dómi. „Þessar sem um ræðir fengu hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum og það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir þessa einstaklinga.“ Hanna Birna segir að nú sé verið að setja á laggirnar nýja leið í málefnum hælisleitenda og er hún að norskri fyrirmynd. Leiðin feli það í sér að málin taka styttri tíma og einnig sé um að ræða ákveðna hagræðingu.
Tengdar fréttir Kólumbísku konurnar fengu dvalarleyfi Ákvörðun innanríkisráðuneytisins fagnað ákaft. 25. mars 2014 07:45 Kólumbísku konurnar þakklátar "Ég er mjög glöð núna. Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðu okkur í þessu mál. Innilegar þakkir.“ 24. mars 2014 16:12 Fá að vera áfram á Íslandi Innanríkisráðuneyið snéri í dag dómi Útlendingastofnunar í máli Kólumbískrar konu á sjötugsaldri, dóttur hennar og sjö ára barnabarni sem synjað var um hæli hér á landi. 24. mars 2014 20:19 Kólumbísku konurnar fá dvalarleyfi hér á landi Konurnar kærðu úrskurð Útlendingastofnunar til Innanríkisráðuneytisins sem synjaði þeim um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. mars 2014 12:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Kólumbísku konurnar fengu dvalarleyfi Ákvörðun innanríkisráðuneytisins fagnað ákaft. 25. mars 2014 07:45
Kólumbísku konurnar þakklátar "Ég er mjög glöð núna. Ég vil þakka öllum þeim sem aðstoðu okkur í þessu mál. Innilegar þakkir.“ 24. mars 2014 16:12
Fá að vera áfram á Íslandi Innanríkisráðuneyið snéri í dag dómi Útlendingastofnunar í máli Kólumbískrar konu á sjötugsaldri, dóttur hennar og sjö ára barnabarni sem synjað var um hæli hér á landi. 24. mars 2014 20:19
Kólumbísku konurnar fá dvalarleyfi hér á landi Konurnar kærðu úrskurð Útlendingastofnunar til Innanríkisráðuneytisins sem synjaði þeim um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. mars 2014 12:23