Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán Kjartan Atli Kjartansson og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. mars 2014 16:41 VÍSIR/VALLI „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
„Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira