Fyrstu íslensku dægurstjörnurnar 26. mars 2014 13:00 Sigurður Helgi Oddsson vinnur að rannsókn um M.A.-kvartettinn. Vísir/Úr einkasafni „Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira