Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara Snærós Sindradóttir skrifar 26. mars 2014 06:30 Aðalheiður Steingrímsdóttirformaður samninganefndar framhaldskólakennara. Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira