Starfsemi Fiskistofu lömuð Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2014 13:01 Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag. mynd/Guðmundur B. Agnarsson Fiskistofustjóri hefur sjálfur ekki gert upp við sig hvort hann flyst norður til Akureyrar með stofnuninni en segir að nú sé verkefnið að skipuleggja flutningana að vilja ráðherra. Trúnaðarmaður segir stofnunina lamaða eftir að ráðherra kynnti áform sín á föstudag. Starfsmenn Fiskistofu áttu fund með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í gær. Á þeim fundi kom fram að starfsfólk lítur á áætlanir Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um fluting Fiskistofu að hluta eða öllu leyti til Akureyrar sem fjöldauppsögn. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna gagnvart SFR stéttarfélagi er annar fulltrúi starfsmanna af tveimur í samráðshópi sem settur hefur verið saman vegna flutninganna að ósk ráðherra. Jóhanna segir starfsmenn fyrst og fremst velta fyrir sér réttindum sínum á þessari stundu, en samráðshópurinn kemur saman til fyrsta fundar í dag.Hefur þú einhverjar væntingar til hans, um að hægt sé að breyta þessari ákvörðun á einhvern hátt?„Ég á nú ekki von á því svona í fyrsta kasti að það verði. Við þurfum bara að sjá hvað er verið að hugsa og hver er réttarstaða okkar,“ segir Jóhanna. Starfsmönnum sé réttarstaða þeirra efst í huga þessa dagana hvað varði biðlaun, lífeyrisréttindi og svo framvegis. Fáir eða engir starfsmenn ætli að fylgja stofnuninni til Akureyrar. „Það eru náttúrlega margir í sumarfríi en eins og andinn er hérna á ég ekki von á því að margir fylgi stofnuninni norður,“ segir Jóhanna. Og andinn sé ekki sérlega góður innan stofnunarinnar þessa dagana. „Nei, það er allt hálf lamað ennþá eins og við er að búast. Þetta er stór skellur sem við fengum,“ bætir hún við.Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.mynd/fiskistofaEyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ekki verði auðvelt að þjálfa upp nýtt starfsfólk, sem margt búi yfir mikilli sérþekkingu, ef svo fari að starfsmenn fylgi stofnuninni ekki norður til Akureyrar.Þessi ákvörðun virðist koma skyndilega hjá ráðherra. Hvernig slær þessi ákvörðun þig?„Ég hef bara eins og aðrir starfsmenn þurft að vinna úr þessu og setjast niður með minni fjölskyldu og ræða hvernig þetta slær okkur. En núna er þetta bara stórt verkefni sem ég hef verið að vinna að og reyna að leysa eins vel og mögulegt er,“ segir Eyþór.Þú sjálfur, heldur þú að þú munir flytja norður?„Það er til skoðunar. Ég hef ekki getað ákveðið mig í því. Þetta er stór ákvörðun að flytja norður á Akureyri,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fiskistofustjóri hefur sjálfur ekki gert upp við sig hvort hann flyst norður til Akureyrar með stofnuninni en segir að nú sé verkefnið að skipuleggja flutningana að vilja ráðherra. Trúnaðarmaður segir stofnunina lamaða eftir að ráðherra kynnti áform sín á föstudag. Starfsmenn Fiskistofu áttu fund með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í gær. Á þeim fundi kom fram að starfsfólk lítur á áætlanir Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um fluting Fiskistofu að hluta eða öllu leyti til Akureyrar sem fjöldauppsögn. Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna gagnvart SFR stéttarfélagi er annar fulltrúi starfsmanna af tveimur í samráðshópi sem settur hefur verið saman vegna flutninganna að ósk ráðherra. Jóhanna segir starfsmenn fyrst og fremst velta fyrir sér réttindum sínum á þessari stundu, en samráðshópurinn kemur saman til fyrsta fundar í dag.Hefur þú einhverjar væntingar til hans, um að hægt sé að breyta þessari ákvörðun á einhvern hátt?„Ég á nú ekki von á því svona í fyrsta kasti að það verði. Við þurfum bara að sjá hvað er verið að hugsa og hver er réttarstaða okkar,“ segir Jóhanna. Starfsmönnum sé réttarstaða þeirra efst í huga þessa dagana hvað varði biðlaun, lífeyrisréttindi og svo framvegis. Fáir eða engir starfsmenn ætli að fylgja stofnuninni til Akureyrar. „Það eru náttúrlega margir í sumarfríi en eins og andinn er hérna á ég ekki von á því að margir fylgi stofnuninni norður,“ segir Jóhanna. Og andinn sé ekki sérlega góður innan stofnunarinnar þessa dagana. „Nei, það er allt hálf lamað ennþá eins og við er að búast. Þetta er stór skellur sem við fengum,“ bætir hún við.Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.mynd/fiskistofaEyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að ekki verði auðvelt að þjálfa upp nýtt starfsfólk, sem margt búi yfir mikilli sérþekkingu, ef svo fari að starfsmenn fylgi stofnuninni ekki norður til Akureyrar.Þessi ákvörðun virðist koma skyndilega hjá ráðherra. Hvernig slær þessi ákvörðun þig?„Ég hef bara eins og aðrir starfsmenn þurft að vinna úr þessu og setjast niður með minni fjölskyldu og ræða hvernig þetta slær okkur. En núna er þetta bara stórt verkefni sem ég hef verið að vinna að og reyna að leysa eins vel og mögulegt er,“ segir Eyþór.Þú sjálfur, heldur þú að þú munir flytja norður?„Það er til skoðunar. Ég hef ekki getað ákveðið mig í því. Þetta er stór ákvörðun að flytja norður á Akureyri,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira