Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2014 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson virðist ekki hafa myndað neinn starfshóp innan ráðuneytisins um flutning stofnana út á land Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira