Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2014 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson virðist ekki hafa myndað neinn starfshóp innan ráðuneytisins um flutning stofnana út á land Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hægfara lægð yfir landinu Veður Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira