Innlent

Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þessi mynd var tekin á Úlfarsfelli í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin á Úlfarsfelli í gærkvöldi. Vísir/Gulli Helga
„Þegar það er mikill bruni og það er mikið af óbrunnum efnum í reyknum, þá verður reykurinn svona dökkur. Þetta er bara tjara – þetta er bara sót,“ segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri hjá slökkviliðinu í Skógarhlíð og bætir við:

„Þegar það er svona mikil orka í eldinum þá verður hann svona dökkur. Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið. Þegar reykurinn fer að lýsast, þá er bruninn að minnka, maður getur svolítið lesið í hann.“

Ólafur segir að þegar slökkviliðsmenn sáu dökkan reykinn yfir borginni í gær hafi þeir strax vitað að þetta væri stórmál.

„Já já, það sjá það allir. Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni, miðað við litinn á reyknum og hvernig hann hagaði sér. Hluti af okkar starfi er að lesa í reykinn,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf

Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×