Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 tæplega 450 tonn af svínakjöti var flutt inn til landsins í fyrra. Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra. Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra.
Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55