Vilja stöðva sölu SodaStream vara á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2014 18:54 Vísir/Hörður/Stefán BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
BDS Ísland - sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtækin láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti innflutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku síðan, þar sem þau eru leiðandi í sölu á Soda Stream vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream vörur „og sýna þannig ábyrga afstöðu og hverfa frá stuðningi við lögbrot stjórnvalda í Ísrael, en með því að selja SodaStream er verið að hagnast á landráni og aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna,“ segir í tilkynningu frá BDS Ísland. Engin svör hafa borist frá stjórnendum Byko og Elko og því hefur hreyfingin sett af stað undirskriftarsöfnun og hvatt almenning til þess að senda stjórnendum fyrirtækjanna tölvupóst. Hægt er að skrifa undir og senda tölvupóst á síðunni snidgongumisrael.is. Hreyfingin hvetur stjórnendur fyrirtækjanna til þess að bregðast við bréfinu og beiðninni sem þar er sett fram, en búast má við frekari aðgerðum ef viðbrögðin standa á sér.Hér telur BDS Ísland upp ástæður fyrir því hvers vegna eigi að sniðganga SodaStream.Mynd/BDS ÍslandÍ tilkynningu hreyfingarinnar segir að ein af verksmiðjum SodaStream sé staðsett í „landræningjabyggðinni“ Mishor Adomim og þar njóti fyrirtækið ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. „Fyrirtækið fékk ódýrt land og nýtur þess að fá vatn sem stolið hefur verið frá Palestínumönnum. Eyðilegging Ísraela á efnahag Palestínu hefur valdið því að margir Palestínumenn eru tilneyddir til þess að vinna í verksmiðjum Ísraela á Vesturbakkanum en skortur á reglugerðum um umhverfis- og vinnuvernd eykur áhættu fyrir starfsmenn.“ Tilkynningu BDS Ísland og bréf hreyfingarinnar til stjórnenda Byko má sækja hér að neðan.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira