„Ég fann það að dauðinn var bara þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:00 Hönd Róberts mölbrotnaði í slysinu. mynd/skjáskot af vef rúv „Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
„Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira