Lífið

Gefa hundrað þúsund krónur í nafni bæjarstjórans í Garðabæ

Bæjastjórn Garðabæjar fékk senda væna pillu frá útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. 

Þar tilkynntu þáttastjórnendur, þeir Frosti og Máni, að þeir hyggðust styrkja minningarsjóð Lofts Gunnarssonar um hundrað þúsund krónur í nafni Gunnars Einarssonar bæjarstjóra í bænum. 

Létu þeir félagar þannig skína í það að bæjarfélagið, sem er með hæst launaðasta bæjastjórann á landinu, mætti gera betur í því að styrkja málefni sem ná út fyrir bæjarmörkin og nefndu þeir í því samhengi Kvennaathvarfið, Katthollt, Gistiskýlið og fleiri félög og stofnanir sem hlúa að samfélagslegum málefnum. 

Í lok spjallsins, sem heyra má hér, lögðu þeir félagar svo inn á minningarsjóð Lofts í beinni og hvöttu aðra til þess að gera svipuð góðverk í nafni bæjarstjórnarinnar í Garðabæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×