Erlent

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Jakob Bjarnar skrifar
Pistorius grípur um höfuð sér í réttarsalnum. Réttarhöldum yfir honum, sem hófust í mars, hefur verið sjónvarpað og hafa milljónir fylgst með gangi mála.
Pistorius grípur um höfuð sér í réttarsalnum. Réttarhöldum yfir honum, sem hófust í mars, hefur verið sjónvarpað og hafa milljónir fylgst með gangi mála. Vísir/AFP
Dómur yfir hlauparanum fótalausa, Oscari Pistorius, verður kveðinn upp nú í dag, en dómsuppkvaðning gæti þó dregist fram til morguns.

Menn búast við því að suður-afríski dómarinn Thokosil Masipa muni gefa sér góðan tíma við dómsuppkvaðninguna og að hún verði ítarleg. Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði. Pistorius skaut unnustu sína, Reeva Steenkamp á Valentínusardegi, á síðasta ári, en hefur haldið því fram að hann hafi tekið Steenkamp í misgripum fyrir innbrotsþjóf. Dómarinn gæti einnig fundið hann sekan um manndráp af gáleysi og þá á Pistorius yfir höfði sér langa fangelsisvist.

Réttarhöldin hófust 3. mars, þeim hefur verið sjónvarpað og hefur heimsbyggðin fylgst með gangi mála.


Tengdar fréttir

„Stundum er ég hrædd við þig“

Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra.

Össur hættir að styrkja Pistorius

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius, en réttað er yfir honum þessa dagana í Suður-Afríku vegna gruns um morð.

Grátköst Pistoriusar sögð ekta

Félagsráðgjafi sem aðstoðað hefur suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×