Tölvan, sem heitir N1 tablet, er sláandi lík iPad Mini tölvunni frá Apple en hún er allt í senn ódýrari, léttari og þynnri. Það sem mest athygli vekur er hinsvegar USB tengið neðst á tölvunni sem er svokallað USB Type-C.
N1 spjaldtölvan er búin 2.4GHz quad-core Intel Atom Z3580 örgjörva, 2GB af RAM, og 32GB af geymsluplássi. Auk þess er hún með 8 megapixla myndavél á bakhliðinni og 5 megapixla myndavél að framan.