Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Á þriðja tug aðgerða þurfti að fresta í gær þrátt fyrir að skurðlæknar væru við störf. Biðlistar lengjast sökum þessa. vísir/getty „Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
„Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira