Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Á þriðja tug aðgerða þurfti að fresta í gær þrátt fyrir að skurðlæknar væru við störf. Biðlistar lengjast sökum þessa. vísir/getty „Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“ Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
„Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira