Bjarni kynnti áform um 45% skuldaþak Haraldur Guðmundsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í húsakynnum bankans í gær. Vísir/Valli Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta. Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta.
Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06