Erlent

Robin Williams látinn

Randver Kári Randversson skrifar
Robin Williams.
Robin Williams. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Að sögn lögreglunnar í Kaliforníu fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 

Fram kemur á vef BBC að hann hafi látist af völdum köfnunar og svo virðist leikarinn hafi tekið eigið líf.Williams var þekktur fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda, og má þar nefna Good Morning Vietnam, Mrs. Doubtfire, Dead Poets Society og Good Will Hunting, en hann hlaut óskarsverðlaun árið 1998 fyrir leik sinn í þeirri mynd. 

Í yfirlýsingu frá eiginkonu hans, Susan Schneider, er farið fram á að einkalíf fjölskyldunnar verði virt á þessari sorgarstund. Ættingjar Williams vonist til að athyglinni verði ekki beint að fráfalli hans, heldur að þeim fjölmörgu stundum sem hann færði milljónum manna hlátur og gleði. 

Williams ræddi oft opinberlega um áfengis- og vímuefnavanda sinn, og í síðasta mánuði fór hann í meðferð til þess að halda sér allsgáðum.

Fjölmargir leikarar og samstarfsmenn Williams í gegnum tíðina hafa vottað samúð sína á Twitter vegna skyndilegs fráfalls leikarans góðkunna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×