Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2014 14:15 VISIR/VILHELM Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal.
Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30