Erlent

Allt með kyrrum kjörum á Gasa í dag

Fylgst með ógnvaldinum Börn á Gasa fylgjast með ísraelskri herþotu fljúga yfir.nordicphotos/AFP
Fylgst með ógnvaldinum Börn á Gasa fylgjast með ísraelskri herþotu fljúga yfir.nordicphotos/AFP
Þriggja daga vopnahlé sem hófst á Gasaströndinni klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma hefur verið virt af báðum deiluaðilum hingað til. Ef friðurinn heldur munu Ísraelar senda fulltrúa sína til Kaíró í Egyptalandi síðar í dag þar sem ræða á um lengra hlé á átökunum sem þegar hafa kostað um tvö þúsund manns lífið.

Árásir Ísraela á Gasa hófust þann áttunda júlí síðastliðinn og hafa um 1900 Palestínumenn látið lífið, mest allt óbreyttir borgarar að sögn Sameinuðu þjóðanna. Sextíu og sjö Ísraelar hafa fallið, þar af þrír óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×