Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Þessir Jasídar komust úr herkvínni eftir undankomuleið Kúrda og fengu að fara til Sýrlands. NordicPhotos/Getty Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira