Viðskipti innlent

Tæpir tveir milljarðar í fjárhagstap komi til verkfalls

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton
Ef til verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) kemur mun beint fjárhagstap Icelandair Group nema um 1,5 til 1,7 milljörðum króna. Það er ef verkfallið varir allan þann tíma sem það hefur verið boðað.

Tapaðar tekjur af frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega eru hluti af fjárhæðinni. Þá eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir.

FÍA hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna sem mun hefjast á föstudaginn næstkomandi, 9. maí  klukkan sex að morgni og stendur yfir í tólf klukkustundir.

Náist samningar ekki verður gripið til stuttra verkfalla á þriggja vikna tímabili. Þrjár tólf klukkustunda vinnustöðvanir hafa verið boðaðar hinn 9. maí, 16. maí og 20. maí. Þá verður tveggja daga vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 23. maí til klukkan 6 að morgni 25. maí. Í framhaldinu verður vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex 3. júní.


Tengdar fréttir

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×