Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. Myndin sýnir laxeldi Í Mjóafirði. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
„Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira