Eiður Aron Sigurbjörnsson var í byrjunarliði Sandnes Ulf ásamt landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni og framherjanum Hannesi Þ. Sigurðssyni í Íslendingaslag gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Eyjamaðurinn tók sig til og skoraði eftir hornspyrnu á 52. mínútu, en því miður fyrir botnliðið tókst Hannesi Þór ekki að halda hreinu.
Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann jöfnuðu metin eftir harða hríð að marki gestanna, en varamaðurinn AminAskar skoraði jöfnunarmarkið á 63. mínútu. Birkir kom einnig inn á sem varamaður.
Brann er í 13. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni með 23 stig, en Sandnes er í botnsætinu með 15 stig, sex stigum frá umspilssæti.
Í Danmörku var Theodór Elmar Bjarnason í byrjunarliði Randers og spilaði allan leikinn í 1-0 sigri á Silkeborg. Randers komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Randers.
Hjálmar Jónsson var einnig á bekknum hjá IFK Gautaborg sem vann stórsigur á Gefle, 4-0. Gautaborgarliðið búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig. Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Gefle.
Eiður Aron skoraði í Íslendingaslag
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
