Enski boltinn

Debuchy frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Matheu Debuchy verði frá næstu sex vikurnar hið minnsta þar sem hann er að glíma við ökklameiðsli.

Debuchy var borinn af velli í leik liðsins gegn Manchester City á laugardaginn en hann verður mögulega enn lengur frá þurfi hann að fara í aðgerð.

„Ef hann þarf ekki að fara í aðgerð verða þetta sex vikur. Annars þrír mánuðir,“ sagði Wenger en meiðsli Debuchy verða skoðuð betur í dag.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal er í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig að loknum fjórum leikjum.

Debuchy er 29 ára gamall varnarmaður og kom til Arsenal frá Newcastle í sumar. Hann var þar í aðeins eitt ár en hefur lengst af leikið með Lille í heimalandinu.


Tengdar fréttir

Jafnt í hádegisstórleiknum

Arsenal og Manchester City skildu jöfn 2-2 í frábærum fótboltaleik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×