Gæslan yfirtekur skipið sem strandaði 19. september 2014 08:13 MYND/VESSELFINDER.COM Landhelgisgæslan hefur tekið fram fyrir hendur á útgerð og tryggingafélagi flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í Fáskrúðsfirði í fyrrakvöld, og ætlar að draga skipið á flot hverju sem tautar og raular. Eigendur skipsins höfðu fengið frest fram á kvöld í gær til að leggja fram raunhæfa björgunaráætlun, eftir að hafa afþakkað aðstoð togara í fyrrakvöld, dráttarbáts í gærmorgun og síðast varðskips í gærkvöldi, við að draga skipið á flot. En þegar áætlunin lá ekki fyrir á tilsettum tíma ákvað Landhelgisgæslan undir miðnætti, í samráði við við Umhverfisstofnun, að beita svonefnum íhlutunarrétti í samræmi við lög um verndun hafs og strandar. Lögunum er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir umhverfisvá. Skipverjar á varðskipinu Þór, sem er á vettvangi, eru þegar farnir að undribúa aðgerðir í samvinnu við fleiri viðbragðsaðila og er stefnt að því að draga skipið á flot á háflóðinu klukkan tíu fyrir hádegi. Nánari upplýsingar um aðgerðirnar liggja ekki fyrir að svo stöddu og heldur ekki hvert skipið verður dregið, Stýri og skrúfa þess munu vera löskuð eftir að skipinu var bakkað upp í malarkamb í fjörunni í fyrrakvöld. Skipið er skráð á Bahama eyjum. 17 manna áhöfnin er enn um borð í skipinu og er gott veður á strandstað. Tengdar fréttir Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Green Freezer enn á strandstað Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi. 18. september 2014 07:05 Flutningaskipið situr sem fastast Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi Green Freezer að landi í kvöld eða á morgun. 18. september 2014 19:20 Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi. 18. september 2014 09:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur tekið fram fyrir hendur á útgerð og tryggingafélagi flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í Fáskrúðsfirði í fyrrakvöld, og ætlar að draga skipið á flot hverju sem tautar og raular. Eigendur skipsins höfðu fengið frest fram á kvöld í gær til að leggja fram raunhæfa björgunaráætlun, eftir að hafa afþakkað aðstoð togara í fyrrakvöld, dráttarbáts í gærmorgun og síðast varðskips í gærkvöldi, við að draga skipið á flot. En þegar áætlunin lá ekki fyrir á tilsettum tíma ákvað Landhelgisgæslan undir miðnætti, í samráði við við Umhverfisstofnun, að beita svonefnum íhlutunarrétti í samræmi við lög um verndun hafs og strandar. Lögunum er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir umhverfisvá. Skipverjar á varðskipinu Þór, sem er á vettvangi, eru þegar farnir að undribúa aðgerðir í samvinnu við fleiri viðbragðsaðila og er stefnt að því að draga skipið á flot á háflóðinu klukkan tíu fyrir hádegi. Nánari upplýsingar um aðgerðirnar liggja ekki fyrir að svo stöddu og heldur ekki hvert skipið verður dregið, Stýri og skrúfa þess munu vera löskuð eftir að skipinu var bakkað upp í malarkamb í fjörunni í fyrrakvöld. Skipið er skráð á Bahama eyjum. 17 manna áhöfnin er enn um borð í skipinu og er gott veður á strandstað.
Tengdar fréttir Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Green Freezer enn á strandstað Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi. 18. september 2014 07:05 Flutningaskipið situr sem fastast Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi Green Freezer að landi í kvöld eða á morgun. 18. september 2014 19:20 Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi. 18. september 2014 09:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45
Green Freezer enn á strandstað Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi. 18. september 2014 07:05
Flutningaskipið situr sem fastast Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi Green Freezer að landi í kvöld eða á morgun. 18. september 2014 19:20
Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi. 18. september 2014 09:59