Heimamaðurinn Stephen Gallacher hlakkar til að leika í Rydernum 19. september 2014 07:00 Stephen Gallacher verður í sviðsljósinu á Gleneagles Getty Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“ Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira