Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2014 20:00 Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason. Úkraína Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason.
Úkraína Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira