Áfengi svo dýrt að unglingar snúa sér frekar að kannabis Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 21:35 Vísir/Pjetutr Áfengi er orðið svo dýrt á Íslandi að unglingar reykja kannabis miklu frekar því aðgengi að því er miklu auðveldara, samkvæmt fyrrverandi lögreglumanni og núverandi Alþingismanni. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar í dag. Vilhjálmur Árnason, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að lögreglan rannsaki peningaþvætti í meira mæli því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. Vilhjálmur starfaði í mörg ár í lögreglunni áður en hann var kjörinn á Alþingi. Hann hefur látið löggæslumálin til sín taka en þar hefur hann sérstakar áhyggjur af fíkniefnavandanum á meðal barna og unglinga. „Krakkar eru farnir að nota kannabis miklu frekar en áfengi, því það er orðið svo dýrt og erfitt að nálgast það. Aftur á móti er miklu erfiðara fyrir foreldra, vinnuveitendur og aðra að sjá hverjir eru undir áhrifum kannabis, en þeir sjá um leið vandamál ef einhver er í of mikilli áfengisneyslu,“ sagði Vilhjálmur. Þá segir hann aðgengi að eiturlyfjum vera gott. „Það virðist vera nokkuð gott. Það er heimsendingaþjónusta, þannig að það getur ekki verið betra en það.“ Einnig segir Vilhjálmur nauðsynlegt að lögreglan auki rannsóknir á peningaþvætti, því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. „Það eru höfuðpaurarnir sem nást í gegnum það. Þeir eru ekki að nást með því að elta þá sem eru á götunni. En ef við förum að eltast við fjármunina sem eru í þessu þurfum við að setja verulega aukningu í efnahagsbrot og peningaþvætti og slíkt. „Þetta er bara samkeppnismarkaður drifinn áfram af gróðasjónarmiði. Við þurfum að reyna að komast að rót vandans. Hvernig getum við stöðvað þennan gróða. Ef það tekst hljótum við að minnka framboðið og með minna framboði verður minni neysla.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Áfengi er orðið svo dýrt á Íslandi að unglingar reykja kannabis miklu frekar því aðgengi að því er miklu auðveldara, samkvæmt fyrrverandi lögreglumanni og núverandi Alþingismanni. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar í dag. Vilhjálmur Árnason, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að lögreglan rannsaki peningaþvætti í meira mæli því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. Vilhjálmur starfaði í mörg ár í lögreglunni áður en hann var kjörinn á Alþingi. Hann hefur látið löggæslumálin til sín taka en þar hefur hann sérstakar áhyggjur af fíkniefnavandanum á meðal barna og unglinga. „Krakkar eru farnir að nota kannabis miklu frekar en áfengi, því það er orðið svo dýrt og erfitt að nálgast það. Aftur á móti er miklu erfiðara fyrir foreldra, vinnuveitendur og aðra að sjá hverjir eru undir áhrifum kannabis, en þeir sjá um leið vandamál ef einhver er í of mikilli áfengisneyslu,“ sagði Vilhjálmur. Þá segir hann aðgengi að eiturlyfjum vera gott. „Það virðist vera nokkuð gott. Það er heimsendingaþjónusta, þannig að það getur ekki verið betra en það.“ Einnig segir Vilhjálmur nauðsynlegt að lögreglan auki rannsóknir á peningaþvætti, því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. „Það eru höfuðpaurarnir sem nást í gegnum það. Þeir eru ekki að nást með því að elta þá sem eru á götunni. En ef við förum að eltast við fjármunina sem eru í þessu þurfum við að setja verulega aukningu í efnahagsbrot og peningaþvætti og slíkt. „Þetta er bara samkeppnismarkaður drifinn áfram af gróðasjónarmiði. Við þurfum að reyna að komast að rót vandans. Hvernig getum við stöðvað þennan gróða. Ef það tekst hljótum við að minnka framboðið og með minna framboði verður minni neysla.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira