Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 17:17 Vísir/Pjetur Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira