Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 17:17 Vísir/Pjetur Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira