Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 13:12 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti. Umboðsmaður Alþingis hyggst skila áliti vegna frumkvæðisathugunar embættisins á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar fyrrverandi lögreglustjóra í næstu viku. „Það hefur þegar verið tekin um það ákvörðun að fá umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar til að skýra niðurstöður sínar. Enn fremur hefur verið tekin um það ákvörðun að innanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar til þess að svara spurningum nefndarmanna. Þetta liggur ljóst fyrir,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segist eiga von á því að þetta verði gert um leið og álit umboðsmanns liggur fyrir.Umræða um hrókeringar í ríkisstjórninni Nokkur umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að æskilegt sé að það verði gerðar breytingar á ríkisstjórninni og einstakir ráðherrar hafi stólaskipti á þann veg að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við öðru ráðuneyti en innanríkisráðuneytinu. Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þetta vangaveltur og ekkert sé fast í hendi. Málið sé sprottið af óánægju vegna lekamálsins svokallaða. Einnig vegna óánægju starfsmanna innanríkisráðuneytisins en málið mun hafa fengið mjög á þá. Þá hefur einnig verið nefnt í þessu samhengi að allur síðari angi lekamálsins sé eftir. Umboðsmaður eigi eftir að skila sínu áliti og þá eigi eftir að fara fram sérstök umræða í þinginu um samskipti ráðherrans og lögreglustjórans og sú umræða gæti skaðað ráðherrann. Að sögn þeirra sem fréttastofa hefur rætt við hafa þessar hugmyndir um breytingar á ríkisstjórninni aldrei verið viðraðar af formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, heldur komið upp í umræðum þingmanna sín á milli. Málið hefur heldur ekki verið rætt á fundum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Tengdar fréttir Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Segir ráðherra bera ábyrgð á pólitískum aðstoðarmönnum Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðherrar eigi að víkja þegar pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um refisverð brot. Hann segist þó styðja að Hanna Birna gegni áfram embætti innanríkisráðherra. 12. nóvember 2014 19:57 Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið "Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. 12. nóvember 2014 10:14 Myndir vikunnar: Leiðréttingin og lekamálið Játning Gísla Freys Valdórssonar kom öllum í opna skjöldu og var almenningur misjafnlega sáttur með skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2014 21:00 Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25 Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11 Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17 Útskýrir stuðning sinn við Hönnu Birnu Brynjar Níelsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur greinir á um hversu afgerandi pólitísk ábyrgð ráðherra eigi að birtast. 13. nóvember 2014 11:40 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks gefa ekki upp um stuðning við Hönnu Birnu Vísa þess í stað til ákvörðunar sem tekin var á þingflokksfundi um að styðja áframhaldandi setu innanríkisráðherra. 13. nóvember 2014 17:08 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti. Umboðsmaður Alþingis hyggst skila áliti vegna frumkvæðisathugunar embættisins á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar fyrrverandi lögreglustjóra í næstu viku. „Það hefur þegar verið tekin um það ákvörðun að fá umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar til að skýra niðurstöður sínar. Enn fremur hefur verið tekin um það ákvörðun að innanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar til þess að svara spurningum nefndarmanna. Þetta liggur ljóst fyrir,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segist eiga von á því að þetta verði gert um leið og álit umboðsmanns liggur fyrir.Umræða um hrókeringar í ríkisstjórninni Nokkur umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að æskilegt sé að það verði gerðar breytingar á ríkisstjórninni og einstakir ráðherrar hafi stólaskipti á þann veg að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við öðru ráðuneyti en innanríkisráðuneytinu. Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þetta vangaveltur og ekkert sé fast í hendi. Málið sé sprottið af óánægju vegna lekamálsins svokallaða. Einnig vegna óánægju starfsmanna innanríkisráðuneytisins en málið mun hafa fengið mjög á þá. Þá hefur einnig verið nefnt í þessu samhengi að allur síðari angi lekamálsins sé eftir. Umboðsmaður eigi eftir að skila sínu áliti og þá eigi eftir að fara fram sérstök umræða í þinginu um samskipti ráðherrans og lögreglustjórans og sú umræða gæti skaðað ráðherrann. Að sögn þeirra sem fréttastofa hefur rætt við hafa þessar hugmyndir um breytingar á ríkisstjórninni aldrei verið viðraðar af formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, heldur komið upp í umræðum þingmanna sín á milli. Málið hefur heldur ekki verið rætt á fundum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Tengdar fréttir Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Segir ráðherra bera ábyrgð á pólitískum aðstoðarmönnum Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðherrar eigi að víkja þegar pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um refisverð brot. Hann segist þó styðja að Hanna Birna gegni áfram embætti innanríkisráðherra. 12. nóvember 2014 19:57 Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið "Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. 12. nóvember 2014 10:14 Myndir vikunnar: Leiðréttingin og lekamálið Játning Gísla Freys Valdórssonar kom öllum í opna skjöldu og var almenningur misjafnlega sáttur með skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2014 21:00 Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25 Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11 Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17 Útskýrir stuðning sinn við Hönnu Birnu Brynjar Níelsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur greinir á um hversu afgerandi pólitísk ábyrgð ráðherra eigi að birtast. 13. nóvember 2014 11:40 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks gefa ekki upp um stuðning við Hönnu Birnu Vísa þess í stað til ákvörðunar sem tekin var á þingflokksfundi um að styðja áframhaldandi setu innanríkisráðherra. 13. nóvember 2014 17:08 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04
Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34
Segir ráðherra bera ábyrgð á pólitískum aðstoðarmönnum Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðherrar eigi að víkja þegar pólitískur aðstoðarmaður gerist sekur um refisverð brot. Hann segist þó styðja að Hanna Birna gegni áfram embætti innanríkisráðherra. 12. nóvember 2014 19:57
Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið "Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. 12. nóvember 2014 10:14
Myndir vikunnar: Leiðréttingin og lekamálið Játning Gísla Freys Valdórssonar kom öllum í opna skjöldu og var almenningur misjafnlega sáttur með skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2014 21:00
Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25
Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11
Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17
Útskýrir stuðning sinn við Hönnu Birnu Brynjar Níelsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur greinir á um hversu afgerandi pólitísk ábyrgð ráðherra eigi að birtast. 13. nóvember 2014 11:40
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks gefa ekki upp um stuðning við Hönnu Birnu Vísa þess í stað til ákvörðunar sem tekin var á þingflokksfundi um að styðja áframhaldandi setu innanríkisráðherra. 13. nóvember 2014 17:08