Stuðningsmaður Grindavíkur um Gauja Þórðar: Lýgur hiklaust Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2014 12:45 Guðjón á hliðarlínunni. Vísir/Daníel Jón Gauti Dagbjartsson, stuðningsmanni Grindavíkur, blöskraði hvernig Guðjón Þórðarson, fyrrum þjálfari liðsins, talaði í samtali við Hörð Snævar Jónsson í viðtalsþætti 433.is fyrir rúmri viku síðan. Jón Gauti segir að Guðjón hafi logið og það sé fyrst og fremst sem honum blöskri. Jón Gauti var í viðtali hjá Herði Snævari Jónssyni í sjónvarpsþættinum 433.is sem fram á fimmtudagskvöldum og var viðtalið athyglisvert vægast sagt.Grindavík var að endingu gert að greiða Guðjóni 8,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir vangoldin laun. „Ekki spurning. Það er öllum létt að þetta sé búið, þannig nú er það bara áfram gakk," sagði Jón Gauti Dagbjartsson aðspurður hvort mönnum væri létt að þessum málaferlum væri lokið. Jón Gauti er ekki ánægður með endirinn á þessu máli. „Þetta er nátturlega ömurlegur endir. Ég var einn af þeim sem taldi þetta rétta ákvörðun að ráða Guðjón. Þetta er forn-goðsögn í þessu og hann segist alltaf hafa allt að bjóða, en það sýndi sig ekki í Grindavík." „Ég horfði á þennan þátt hérna um daginn og mér blöskraði svo svakalega margt sem hann sagði hérna um daginn að það er eiginlega ástæðan að ég er mættur hingað," en hvað var það sem Jón Gauta blöskraði svona mikið? „Það er fyrst og fremst lygarnir í honum. Hann lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það að það er farið silkihönskum um þennan gæa. Menn virðist gleypa allt sem hann segir eða hafa ekki dug, svo við notum frasa frá sumum, til þess að hjóla í hann. Það hafa nú eitthverjir fjölmiðlar gert það og þá eru þeir bara settir í fjölmiðlabann. Hann setur mig kannski í bann, en ég hef gert hann reiðann áður." „Ég veit að honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur, en hann vildi það ekki. Hann segir að honum hafi ekki staðið til boða neinn samningur og það er ein lygin. Honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Gæi eins og Guðjón Þórðarson sem talar um ástríðu fyrir leik og alla þessa frasa sem hann notar, á að hafa séð það að þessu var bara lokið." „Hann hafði enga leikmenn með sér, ekki stuðningsmenn. Einu mennirnir sem stóðu með honum allt sumarið var meðal annars mennirnir sem hann lýgur uppá. Það er bara stjórn knattspyrnudeildarinnar þar á meðal Jónas (formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur)." Jón Gauti segir að Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Grindavíkur á þessum tíma, hafi oftar en ekki stjórnað æfingum þar sem Guðjón hafi ekki verið á æfingunum. „Hann sinnti starfinu sínu mjög illa þó hann haldi öðru fram. Ég er búinn að tala við leikmenn eftir ég hlustaði á þennan þátt. Frá því hann byrjaði og frá því hann lauk störfum þá eru 30+ æfingar sem hann var ekki á. Frá vori yfir sumarið þá voru að meðaltali tvær æfingar í viku sem hann mætti ekki á og þá var hann með sjúkraþjálfarann að sjá um æfingu. Hvaða steypa er þetta? Sjúkraþjálfarinn er reyndar frábær náungi en hann var ekki ráðinn sem knattspyrnuþjálfari."Jón Gauti er ekki sáttur með Guðjón. Vísir/AntonÞetta var bara steypa „Það er ekki hægt að láta það ósvarað þegar hann er að ljúga svona. Það er bara ekki fallegt. Þetta er klúbburinn minn og klúbburinn okkar og maður ver hann fram í rauðan dauðann. Knattspyrnudeild Grindavíkur á sameiginlegt með okkur tveimur og öllum öðrum deildum; hún er ekki fullkomin. Það er enginn fullkominn og svo sannarlega ekki Guðjón Þórðarson, sko langt því frá." Guðjón sagði í viðtalinu við Hörð fyrir tveimur vikum að það hafi ekki verið til peningar til að fara í æfingarferð til útlanda og fleira. Jón segir að Guðjón ljúgi því og segir hann ekki viljað fara í æfingarferð. „Það er lygi. Hann lýgur því. Hann vildi ekki fara í æfingarferð. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur farið í æfingarferð til útlanda þar á meðal til Spánar, Þýskalands og Englands síðan 1978. Deildin hefur borgað eitthvað og leikmenn sjálfir eitthvað og ég held að það sé enn þannig hjá öðrum félögum. Hann vildi ekki fara í æfingarferð." „Síðan kom upp hugmynd að fara í æfingarferð innan lands eða til Færeyja. Hérna heima var túristatímabilið byrjað og flest hótel uppbókuð og það var dálítið dýrt líka. Þá er líka dálítið seint í rassinn gripinn. Undirbúningur fyrir æfingarferðir hefst ekkert viku fyrr, það er miklu fyrr ákveðið. Það er bara unnið fyrir því." Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Grindavík á sínum tíma og var hann aðspurður hvort hópurinn hafi ekki verið of þunnur og hvort leikmenn hafi verið í stakkbúnir til að takast á við verkefnin með Guðjóni. „Hópurinn var að öllum líkindum mjög vel klár áður en æfingar hjá honum hófust því hann gerði ekkert annað en að láta þá hlaupa á eitthverjum hlaupabrettum í World Class. Tíu kílómetra, ég veit ekki hvað oft í viku. Hálft liðið var bara orðið kviðslitið og menn búnir í hnjánum. Þetta var bara steypa." „Ég hélt að þetta væri sem við þyrftum að fá Guðjón inni. Að fá þessi ástríðu og dug og kjark og hvað allir sem þessir frasar heita hjá honum. Ég er einn af þeim sem hafði bara rangt fyrir mér. Ég get viðurkennt það."Maður bara gapti „Hann minntist ekki á hérna um daginn í viðtalinu að þegar hann fór til Tenerife í byrjun september eða lok ágúst, ég man ekki hvort það var. Það er virkilega vinsælt að tala um skútuna, hriplegt skip og allt það. Skútan marraði bara í kafi og hvað gerir skipstjórinn? Nei hann fer í vikufrí til Tenerife! Auðvitað gaf stjórnin honum leyfi til að fara út, en hann var svo gagnrýninn á það. Hvaða þjálfari stekkur í burtu og ber við eitthverjum veikindum?" „Það væri gaman að vita hvaða veikindi þetta voru. Ég veit ekki um neina klíník sem Íslendingar eru að sækja í til Tenerife. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða veikindi það voru, en það væri gaman að vita það. Af hverju talaði hann ekki um þetta hérna um daginn? Það eru bara vannefndir hjá öllum öðrum. Það eru allir aðrir ekki að standa sig, en hann er með allt á hreinu og beinu. Þetta heldur bara ekki vatni." „Guðjón sagði fyrir einn leikinn í Grindavík að hann myndi ekki vera kominn með liðið á þann stað sem hann vildi fyrr en eftir 12-18 mánuði. Þetta var í byrjun móts sem þýddi að í versta falli þá væri standið á leikmönnum samkvæmt hans kröfum mjög gott í lok næsta tímabils. Maður bara gapti," Jón Gauti í samtali við Hörð. Allt þetta fróðlega viðtal má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má sjá sjálft viðtalið við Guðjón.Viðtal við Jón Gauta, stuðningsmann Grindavíkur: 433 13NOV14 from inntv on Vimeo. Viðtal við Guðjón: Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Jón Gauti Dagbjartsson, stuðningsmanni Grindavíkur, blöskraði hvernig Guðjón Þórðarson, fyrrum þjálfari liðsins, talaði í samtali við Hörð Snævar Jónsson í viðtalsþætti 433.is fyrir rúmri viku síðan. Jón Gauti segir að Guðjón hafi logið og það sé fyrst og fremst sem honum blöskri. Jón Gauti var í viðtali hjá Herði Snævari Jónssyni í sjónvarpsþættinum 433.is sem fram á fimmtudagskvöldum og var viðtalið athyglisvert vægast sagt.Grindavík var að endingu gert að greiða Guðjóni 8,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir vangoldin laun. „Ekki spurning. Það er öllum létt að þetta sé búið, þannig nú er það bara áfram gakk," sagði Jón Gauti Dagbjartsson aðspurður hvort mönnum væri létt að þessum málaferlum væri lokið. Jón Gauti er ekki ánægður með endirinn á þessu máli. „Þetta er nátturlega ömurlegur endir. Ég var einn af þeim sem taldi þetta rétta ákvörðun að ráða Guðjón. Þetta er forn-goðsögn í þessu og hann segist alltaf hafa allt að bjóða, en það sýndi sig ekki í Grindavík." „Ég horfði á þennan þátt hérna um daginn og mér blöskraði svo svakalega margt sem hann sagði hérna um daginn að það er eiginlega ástæðan að ég er mættur hingað," en hvað var það sem Jón Gauta blöskraði svona mikið? „Það er fyrst og fremst lygarnir í honum. Hann lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það að það er farið silkihönskum um þennan gæa. Menn virðist gleypa allt sem hann segir eða hafa ekki dug, svo við notum frasa frá sumum, til þess að hjóla í hann. Það hafa nú eitthverjir fjölmiðlar gert það og þá eru þeir bara settir í fjölmiðlabann. Hann setur mig kannski í bann, en ég hef gert hann reiðann áður." „Ég veit að honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur, en hann vildi það ekki. Hann segir að honum hafi ekki staðið til boða neinn samningur og það er ein lygin. Honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Gæi eins og Guðjón Þórðarson sem talar um ástríðu fyrir leik og alla þessa frasa sem hann notar, á að hafa séð það að þessu var bara lokið." „Hann hafði enga leikmenn með sér, ekki stuðningsmenn. Einu mennirnir sem stóðu með honum allt sumarið var meðal annars mennirnir sem hann lýgur uppá. Það er bara stjórn knattspyrnudeildarinnar þar á meðal Jónas (formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur)." Jón Gauti segir að Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Grindavíkur á þessum tíma, hafi oftar en ekki stjórnað æfingum þar sem Guðjón hafi ekki verið á æfingunum. „Hann sinnti starfinu sínu mjög illa þó hann haldi öðru fram. Ég er búinn að tala við leikmenn eftir ég hlustaði á þennan þátt. Frá því hann byrjaði og frá því hann lauk störfum þá eru 30+ æfingar sem hann var ekki á. Frá vori yfir sumarið þá voru að meðaltali tvær æfingar í viku sem hann mætti ekki á og þá var hann með sjúkraþjálfarann að sjá um æfingu. Hvaða steypa er þetta? Sjúkraþjálfarinn er reyndar frábær náungi en hann var ekki ráðinn sem knattspyrnuþjálfari."Jón Gauti er ekki sáttur með Guðjón. Vísir/AntonÞetta var bara steypa „Það er ekki hægt að láta það ósvarað þegar hann er að ljúga svona. Það er bara ekki fallegt. Þetta er klúbburinn minn og klúbburinn okkar og maður ver hann fram í rauðan dauðann. Knattspyrnudeild Grindavíkur á sameiginlegt með okkur tveimur og öllum öðrum deildum; hún er ekki fullkomin. Það er enginn fullkominn og svo sannarlega ekki Guðjón Þórðarson, sko langt því frá." Guðjón sagði í viðtalinu við Hörð fyrir tveimur vikum að það hafi ekki verið til peningar til að fara í æfingarferð til útlanda og fleira. Jón segir að Guðjón ljúgi því og segir hann ekki viljað fara í æfingarferð. „Það er lygi. Hann lýgur því. Hann vildi ekki fara í æfingarferð. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur farið í æfingarferð til útlanda þar á meðal til Spánar, Þýskalands og Englands síðan 1978. Deildin hefur borgað eitthvað og leikmenn sjálfir eitthvað og ég held að það sé enn þannig hjá öðrum félögum. Hann vildi ekki fara í æfingarferð." „Síðan kom upp hugmynd að fara í æfingarferð innan lands eða til Færeyja. Hérna heima var túristatímabilið byrjað og flest hótel uppbókuð og það var dálítið dýrt líka. Þá er líka dálítið seint í rassinn gripinn. Undirbúningur fyrir æfingarferðir hefst ekkert viku fyrr, það er miklu fyrr ákveðið. Það er bara unnið fyrir því." Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Grindavík á sínum tíma og var hann aðspurður hvort hópurinn hafi ekki verið of þunnur og hvort leikmenn hafi verið í stakkbúnir til að takast á við verkefnin með Guðjóni. „Hópurinn var að öllum líkindum mjög vel klár áður en æfingar hjá honum hófust því hann gerði ekkert annað en að láta þá hlaupa á eitthverjum hlaupabrettum í World Class. Tíu kílómetra, ég veit ekki hvað oft í viku. Hálft liðið var bara orðið kviðslitið og menn búnir í hnjánum. Þetta var bara steypa." „Ég hélt að þetta væri sem við þyrftum að fá Guðjón inni. Að fá þessi ástríðu og dug og kjark og hvað allir sem þessir frasar heita hjá honum. Ég er einn af þeim sem hafði bara rangt fyrir mér. Ég get viðurkennt það."Maður bara gapti „Hann minntist ekki á hérna um daginn í viðtalinu að þegar hann fór til Tenerife í byrjun september eða lok ágúst, ég man ekki hvort það var. Það er virkilega vinsælt að tala um skútuna, hriplegt skip og allt það. Skútan marraði bara í kafi og hvað gerir skipstjórinn? Nei hann fer í vikufrí til Tenerife! Auðvitað gaf stjórnin honum leyfi til að fara út, en hann var svo gagnrýninn á það. Hvaða þjálfari stekkur í burtu og ber við eitthverjum veikindum?" „Það væri gaman að vita hvaða veikindi þetta voru. Ég veit ekki um neina klíník sem Íslendingar eru að sækja í til Tenerife. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða veikindi það voru, en það væri gaman að vita það. Af hverju talaði hann ekki um þetta hérna um daginn? Það eru bara vannefndir hjá öllum öðrum. Það eru allir aðrir ekki að standa sig, en hann er með allt á hreinu og beinu. Þetta heldur bara ekki vatni." „Guðjón sagði fyrir einn leikinn í Grindavík að hann myndi ekki vera kominn með liðið á þann stað sem hann vildi fyrr en eftir 12-18 mánuði. Þetta var í byrjun móts sem þýddi að í versta falli þá væri standið á leikmönnum samkvæmt hans kröfum mjög gott í lok næsta tímabils. Maður bara gapti," Jón Gauti í samtali við Hörð. Allt þetta fróðlega viðtal má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má sjá sjálft viðtalið við Guðjón.Viðtal við Jón Gauta, stuðningsmann Grindavíkur: 433 13NOV14 from inntv on Vimeo. Viðtal við Guðjón:
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira