Velferðarkerfið er á tímamótum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:00 Stella vill sjá opinbera geirann og einkafyrirtæki í meira samstarfi við að veita velferðarþjónustu. visir/ernir Núna síðsumars sagði Stella starfi sínu lausu sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og er nú framkvæmdastjóri hjá Sinnum ehf., fyrirtæki sem hefur verið að hasla sér völl í velferðarþjónustu. Sinnum starfar fyrir fjölmörg sveitarfélög samkvæmt sérstökum verksamningum en einnig geta einstaklingar leitað beint til fyrirtækisins varðandi þjónustu. Stella finnur mikinn mun á því að vera embættismaður og starfsmaður í einkageiranum en vill gjarnan sjá þessar tvær þjónustuleiðir vinna í auknum mæli saman. Eðli málsins samkvæmt verði störfin þó alltaf ólík, hvort með sína kosti og galla. „Þegar þú ert embættismaður þá áttu þig kannski ekki að öllu leyti sjálfur. Sem sviðsstjóri ertu ráðinn af borgarráði, starfar fyrir ákveðinn meirihluta og vinnur með honum að stefnunni hans. Þá er alveg sama hver þín persónulega skoðun er og maður tjáir sig ekki opinberlega um mál. Það eru í raun skýrari réttindi og skyldur stjórnanda hjá sveitarfélagi sem hefur sína kosti. Aftur á móti getur starfsemi hins opinbera, eins og hjá borginni, verið mjög þunglamaleg. Kerfinu er hægt að líkja við stórt olíuskip sem á erfitt með að beygja og þar af leiðandi skipta um stefnu. Það gerist allt hægar og oft fannst mér ákvörðunartakan taka alltof langan tíma. En svona er bara kerfið. Starfsmannamálin geta einnig verið flókin, opinberir starfsmenn hafa mjög skýr réttindi og maður á erfiðara með að taka á flóknum starfsmannamálum. Sem dæmi má nefna ef eitthvað alvarlegt kemur upp hjá starfsmanni þá þarf að fara í gegnum áminningarferli, starfsmaður fær andmælarétt og svigrúm til að bæta sig. Maður getur nánast ekki gert breytingar sem varða starfsmenn nema leggja störf niður. Þetta gerir allar breytingar erfiðari.“Meiri þjónusta fyrir minna fé Stella tekur þó fram að í langflestum tilfellum séu starfsmenn góðir og heiðvirðir. Hún stýrði velferðarsviði Reykjavíkurborgar í gegnum hrunið og þurfti að bregðast skjótt við mjög breyttum aðstæðum í samfélaginu. Hún segir starfsfólkið hafa sýnt ótrúlegan dugnað og vilja til að gera vel í hruninu. „Velferðarsviðið hefur gjörbreyst undanfarin ár vegna umhverfisbreytinga og þróunar í samfélaginu. Efnahagshrunið hafði víðtæk áhrif. Því fólki sem leitaði til sviðsins eftir þjónustu fjölgaði mikið, fólki sem var í fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og bara mjög fjölþættum vanda. En kerfið var í stakk búið til að taka á móti þessari holskeflu og við aðlöguðumst breyttum aðstæðum hratt og endurskoðuðum allt verklag enda ekki annað í stöðunni þar sem veita þurfti mun meiri þjónustu fyrir minna fé.“Hugmyndafræðilegar breytingar Á sama tíma og sviðið tókst á við breyttar aðstæður í samfélaginu varð yfirfærsla á stórum verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Málaflokkur fatlaðs fólks var til að mynda afar stór viðbót við verkefni sviðsins. Fyrir utan flutninginn sjálfan segir Stella að nýjar reglugerðir hafi verið innleiddar, ný verkefni hafi bæst við í málaflokknum og kröfurnar aukist. „Það hafa orðið miklar hugmyndafræðilegar breytingar síðustu ár varðandi það hvernig þjónustan er veitt, fólk vill hafa meira val og mannréttindasjónarmiðin eru orðin sterkari. Auknar kröfur koma einnig til vegna aukinnar þekkingar í samfélaginu. Fólk er betur menntað og meðvitaðra um rétt sinn. Þekking, rannsóknir og staðreyndir liggja fyrir um hvað virkar best í þjónustunni. Umræðan er opnari og umfjallanir í fjölmiðlum tíðari. Þetta veldur því að kröfurnar eru gjörbreyttar sem gerir það að verkum að nálgast þarf viðfangsefnin með margvíslegum hætti.“ Stella býst við að þessi hugmyndafræðilega breyting, sem hefur verið áberandi í málefnum fatlaðs fólks, eigi eftir að færast yfir í aðra hópa eins og aldraða. Hún fagnar breyttum hugsunarhætti enda bæti hann þjónustuna og sé því notendum þjónustunnar til góða. „Velferðarþjónustan er að mínu mati á mjög miklum tímamótum og margar áskoranir fram undan. Fyrir utan hugmyndafræðina er aldurssamsetning samfélagsins einnig að breytast sem gerir það að verkum að öldruðum fjölgar hlutfallslega en þeim sem vinna fyrir skatttekjum fækkar. Við lifum lengur og viljum flest búa heima eins lengi og nokkur kostur er. Það segir sig sjálft að heimaþjónustan mun þar af leiðandi þyngjast verulega. Í dag eru aldraðir ekki sérlega sterkur þrýstihópur vegna innbyggðrar hógværðar sem veldur þeirri hugsun að þeir vilja ekki láta hafa fyrir sér. Ég tel að þetta muni breytast með næstu kynslóðum. Fjölskyldusamsetningar hafa líka breyst og fólk getur ekki eins mikið treyst á að börnin hugsi um það þegar það eldist. Fólk á einfaldlega færri börn, engin börn eða börnin eru bara mjög upptekin í sínu lífi og búa jafnvel erlendis. Það þarf því margt að breytast í velferðarþjónustu svo hægt sé að mæta þessum nýju áskorunum og kröfum. Það þarf einfaldlega nýja hugsun, nýjar lausnir og nýja nálgun í málaflokknum.“vísir/ernirViðkvæmni fyrir einkamarkaði Stella segir þessar áskoranir vera ástæðuna fyrir því að hana langaði að prófa að starfa innan einkageirans. Henni fannst uppbygging þjónustunnar og mögulegar nýjar leiðir fyrir samstarf hins opinbera og einkageirans spennandi. Hún segir þó enn hindranir og ákveðna viðkvæmni í samfélaginu fyrir einkamarkaði í velferðarþjónustu. Lögmálið um framboð og eftirspurn hlýtur að geta átt við í þessum málaflokki eins og annars staðar. „Að sjálfsögðu þarf opinberi geirinn að standa sig í sínu lögbundna hlutverki en aukið samstarf opinbera geirans og einkaframtaksins getur að mínu mati skilað sér í skilvirkari og betri þjónustu til hagsbóta fyrir alla aðila og þá sérstaklega notendur þjónustunnar. Á Íslandi er ekki til mjög þróaður markaður í velferðarþjónustu, þar erum við komin stutt en ef við lítum til nágrannalanda okkar, Norðurlandanna og Bretlands, þar sem ég þekki ágætlega til, þá er einkaframtakið þar miklu sýnilegra við framkvæmd velferðarþjónustunnar við hlið opinbera geirans og menn starfa þar saman í meira mæli. Samfélagið okkar er að breytast svo ört. Það eru ekki lengur allir aldraðir fátækir, eins og raunin var áður fyrr. Mun fleiri borga í lífeyrissjóð og eiga því meiri lífeyri en strípaðar tryggingabætur. Einnig hafa yngri kynslóðir vanist að kaupa sér alla þjónustu eins og hárgreiðslu, iðnaðarmenn eða sálfræðiþjónustu og fólk er líklegra til að vilja eyða peningum sínum í að kaupa sér betri eða aukna þjónustu á efri æviárum. Af hverju máttu ekki kaupa þér það eins og allt annað?“ Stella segir að flestir ef ekki allir, sem starfa innan velferðarþjónustunnar, séu meðvitaðir um þessar nýju áskoranir. „En við Íslendingar erum ekki sérlega góð í að hafa sýn, gera stefnu langt fram í tímann og fylgja henni. Þegar breytingar verða svona miklar á tiltölulega skömmum tíma þá reynir á að kjörnir fulltrúar hafi kjark og þor til að þróa þjónustuna áfram og breyta um stefnu,“ segir Stella sem sýndi ákveðinn kjark og þor þegar hún ákvað að breyta lífi sínu og skipta um starfsvettvang. „Mér fannst rétti tíminn til að breyta til, ég var búin að takast á við skemmtileg en mjög krefjandi verkefni hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum, ég hafði skilað mjög góðum árangri í rekstri og þjónustu sviðsins við oft mjög flóknar aðstæður. Í framhaldinu fékk ég svo tækifæri til að taka þátt í spennandi uppbyggingu hjá Sinnum þar sem þekking mín, hæfileikar og reynsla ætti að nýtast vel. Ég er því mjög sátt og get ekki neitað því að ég upplifi frelsistilfinningu,“ segir Stella kankvís. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Núna síðsumars sagði Stella starfi sínu lausu sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og er nú framkvæmdastjóri hjá Sinnum ehf., fyrirtæki sem hefur verið að hasla sér völl í velferðarþjónustu. Sinnum starfar fyrir fjölmörg sveitarfélög samkvæmt sérstökum verksamningum en einnig geta einstaklingar leitað beint til fyrirtækisins varðandi þjónustu. Stella finnur mikinn mun á því að vera embættismaður og starfsmaður í einkageiranum en vill gjarnan sjá þessar tvær þjónustuleiðir vinna í auknum mæli saman. Eðli málsins samkvæmt verði störfin þó alltaf ólík, hvort með sína kosti og galla. „Þegar þú ert embættismaður þá áttu þig kannski ekki að öllu leyti sjálfur. Sem sviðsstjóri ertu ráðinn af borgarráði, starfar fyrir ákveðinn meirihluta og vinnur með honum að stefnunni hans. Þá er alveg sama hver þín persónulega skoðun er og maður tjáir sig ekki opinberlega um mál. Það eru í raun skýrari réttindi og skyldur stjórnanda hjá sveitarfélagi sem hefur sína kosti. Aftur á móti getur starfsemi hins opinbera, eins og hjá borginni, verið mjög þunglamaleg. Kerfinu er hægt að líkja við stórt olíuskip sem á erfitt með að beygja og þar af leiðandi skipta um stefnu. Það gerist allt hægar og oft fannst mér ákvörðunartakan taka alltof langan tíma. En svona er bara kerfið. Starfsmannamálin geta einnig verið flókin, opinberir starfsmenn hafa mjög skýr réttindi og maður á erfiðara með að taka á flóknum starfsmannamálum. Sem dæmi má nefna ef eitthvað alvarlegt kemur upp hjá starfsmanni þá þarf að fara í gegnum áminningarferli, starfsmaður fær andmælarétt og svigrúm til að bæta sig. Maður getur nánast ekki gert breytingar sem varða starfsmenn nema leggja störf niður. Þetta gerir allar breytingar erfiðari.“Meiri þjónusta fyrir minna fé Stella tekur þó fram að í langflestum tilfellum séu starfsmenn góðir og heiðvirðir. Hún stýrði velferðarsviði Reykjavíkurborgar í gegnum hrunið og þurfti að bregðast skjótt við mjög breyttum aðstæðum í samfélaginu. Hún segir starfsfólkið hafa sýnt ótrúlegan dugnað og vilja til að gera vel í hruninu. „Velferðarsviðið hefur gjörbreyst undanfarin ár vegna umhverfisbreytinga og þróunar í samfélaginu. Efnahagshrunið hafði víðtæk áhrif. Því fólki sem leitaði til sviðsins eftir þjónustu fjölgaði mikið, fólki sem var í fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og bara mjög fjölþættum vanda. En kerfið var í stakk búið til að taka á móti þessari holskeflu og við aðlöguðumst breyttum aðstæðum hratt og endurskoðuðum allt verklag enda ekki annað í stöðunni þar sem veita þurfti mun meiri þjónustu fyrir minna fé.“Hugmyndafræðilegar breytingar Á sama tíma og sviðið tókst á við breyttar aðstæður í samfélaginu varð yfirfærsla á stórum verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Málaflokkur fatlaðs fólks var til að mynda afar stór viðbót við verkefni sviðsins. Fyrir utan flutninginn sjálfan segir Stella að nýjar reglugerðir hafi verið innleiddar, ný verkefni hafi bæst við í málaflokknum og kröfurnar aukist. „Það hafa orðið miklar hugmyndafræðilegar breytingar síðustu ár varðandi það hvernig þjónustan er veitt, fólk vill hafa meira val og mannréttindasjónarmiðin eru orðin sterkari. Auknar kröfur koma einnig til vegna aukinnar þekkingar í samfélaginu. Fólk er betur menntað og meðvitaðra um rétt sinn. Þekking, rannsóknir og staðreyndir liggja fyrir um hvað virkar best í þjónustunni. Umræðan er opnari og umfjallanir í fjölmiðlum tíðari. Þetta veldur því að kröfurnar eru gjörbreyttar sem gerir það að verkum að nálgast þarf viðfangsefnin með margvíslegum hætti.“ Stella býst við að þessi hugmyndafræðilega breyting, sem hefur verið áberandi í málefnum fatlaðs fólks, eigi eftir að færast yfir í aðra hópa eins og aldraða. Hún fagnar breyttum hugsunarhætti enda bæti hann þjónustuna og sé því notendum þjónustunnar til góða. „Velferðarþjónustan er að mínu mati á mjög miklum tímamótum og margar áskoranir fram undan. Fyrir utan hugmyndafræðina er aldurssamsetning samfélagsins einnig að breytast sem gerir það að verkum að öldruðum fjölgar hlutfallslega en þeim sem vinna fyrir skatttekjum fækkar. Við lifum lengur og viljum flest búa heima eins lengi og nokkur kostur er. Það segir sig sjálft að heimaþjónustan mun þar af leiðandi þyngjast verulega. Í dag eru aldraðir ekki sérlega sterkur þrýstihópur vegna innbyggðrar hógværðar sem veldur þeirri hugsun að þeir vilja ekki láta hafa fyrir sér. Ég tel að þetta muni breytast með næstu kynslóðum. Fjölskyldusamsetningar hafa líka breyst og fólk getur ekki eins mikið treyst á að börnin hugsi um það þegar það eldist. Fólk á einfaldlega færri börn, engin börn eða börnin eru bara mjög upptekin í sínu lífi og búa jafnvel erlendis. Það þarf því margt að breytast í velferðarþjónustu svo hægt sé að mæta þessum nýju áskorunum og kröfum. Það þarf einfaldlega nýja hugsun, nýjar lausnir og nýja nálgun í málaflokknum.“vísir/ernirViðkvæmni fyrir einkamarkaði Stella segir þessar áskoranir vera ástæðuna fyrir því að hana langaði að prófa að starfa innan einkageirans. Henni fannst uppbygging þjónustunnar og mögulegar nýjar leiðir fyrir samstarf hins opinbera og einkageirans spennandi. Hún segir þó enn hindranir og ákveðna viðkvæmni í samfélaginu fyrir einkamarkaði í velferðarþjónustu. Lögmálið um framboð og eftirspurn hlýtur að geta átt við í þessum málaflokki eins og annars staðar. „Að sjálfsögðu þarf opinberi geirinn að standa sig í sínu lögbundna hlutverki en aukið samstarf opinbera geirans og einkaframtaksins getur að mínu mati skilað sér í skilvirkari og betri þjónustu til hagsbóta fyrir alla aðila og þá sérstaklega notendur þjónustunnar. Á Íslandi er ekki til mjög þróaður markaður í velferðarþjónustu, þar erum við komin stutt en ef við lítum til nágrannalanda okkar, Norðurlandanna og Bretlands, þar sem ég þekki ágætlega til, þá er einkaframtakið þar miklu sýnilegra við framkvæmd velferðarþjónustunnar við hlið opinbera geirans og menn starfa þar saman í meira mæli. Samfélagið okkar er að breytast svo ört. Það eru ekki lengur allir aldraðir fátækir, eins og raunin var áður fyrr. Mun fleiri borga í lífeyrissjóð og eiga því meiri lífeyri en strípaðar tryggingabætur. Einnig hafa yngri kynslóðir vanist að kaupa sér alla þjónustu eins og hárgreiðslu, iðnaðarmenn eða sálfræðiþjónustu og fólk er líklegra til að vilja eyða peningum sínum í að kaupa sér betri eða aukna þjónustu á efri æviárum. Af hverju máttu ekki kaupa þér það eins og allt annað?“ Stella segir að flestir ef ekki allir, sem starfa innan velferðarþjónustunnar, séu meðvitaðir um þessar nýju áskoranir. „En við Íslendingar erum ekki sérlega góð í að hafa sýn, gera stefnu langt fram í tímann og fylgja henni. Þegar breytingar verða svona miklar á tiltölulega skömmum tíma þá reynir á að kjörnir fulltrúar hafi kjark og þor til að þróa þjónustuna áfram og breyta um stefnu,“ segir Stella sem sýndi ákveðinn kjark og þor þegar hún ákvað að breyta lífi sínu og skipta um starfsvettvang. „Mér fannst rétti tíminn til að breyta til, ég var búin að takast á við skemmtileg en mjög krefjandi verkefni hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum, ég hafði skilað mjög góðum árangri í rekstri og þjónustu sviðsins við oft mjög flóknar aðstæður. Í framhaldinu fékk ég svo tækifæri til að taka þátt í spennandi uppbyggingu hjá Sinnum þar sem þekking mín, hæfileikar og reynsla ætti að nýtast vel. Ég er því mjög sátt og get ekki neitað því að ég upplifi frelsistilfinningu,“ segir Stella kankvís.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira