Níutíu ár liðin frá fyrstu leikunum Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2014 10:00 Frá vinstri: Herma Planck-Szabo frá Ungverjalandi, Ethel Muckelt frá Bretlandi og hin bandaríska Beatrix Loughran á Vetrarólympíuleikunum í Chamonix árið 1924. Planck-Szabo vann gullverðlaun í listdansi og þær Loughran og Muckelt fengu silfur og brons. Nordicphotos/Getty Í dag eru liðin níutíu ár síðan fyrstu Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í frönsku Ölpunum, eða árið 1924. Keppt var í sex íþróttagreinum og voru viðburðirnir alls fjórtán talsins. Keppnin gekk undir heitinu Alþjóðlega vetraríþróttavikan og gekk afar vel. Fjórum árum síðar, eða árið 1928, hélt Alþjóðaólympíunefndin Vetrarólympíuleika í St. Moritz í Sviss og voru þeir titlaðir sem aðrir leikarnir í röðinni á eftir Chamonix.Norðurlandaleikar í Svíþjóð Fimm árum eftir að nútímaólympíuleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn árið 1896 var fyrsta alþjóðlega keppnin í vetraríþróttum haldin í Svíþjóð. Hún kallaðist Norðurlandaleikarnir, eða Nordic Games, og kepptu þar aðeins þjóðir frá Skandinavíu. Eins og með Ólympíuleikana var keppnin haldin á fjögurra ára fresti, en alltaf í Svíþjóð. Árið 1908 varð listdans á skautum ein af keppnisgreinum á Sumarólympíuleikunum í London þrátt fyrir að keppnin væri haldin þremur mánuðum á eftir öllum hinum keppnisgreinunum. Það varð upphafið að því að halda sérstaka Ólympíuleika fyrir vetraríþróttir.Vildu ekki Vetrarólympíuleika Árið 1911 lagði Alþjóðaólympíunefndin til að aðskilin vetraríþróttakeppni yrði haldin samhliða Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 en Svíar, sem vildu viðhalda vinsældum Norðurlandaleikja sinna, höfnuðu því. Fjórum árum síðar ætluðu Þjóðverjar að halda aðskilda keppni með vetraríþróttum samhliða sumarleikunum í Berlín en urðu að hætta við hvora tveggja leikana vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.Norðmenn unnu flest gull Eftir Ólympíuleikana í Antwerpen í Belgíu 1920, þegar íshokkí var í fyrsta sinn opinber íþróttagrein á sumarleikum, var ákveðið að Skandinavíubúar myndu halda alþjóðlega vetraríþróttaviku, enda höfðu þeir góða reynslu úr Norðurlandaleikunum. Viðburðurinn í Chamonix varð svo vinsæll á meðal þátttökuþjóðanna sextán að árið 1925 bjó ólympíunefndin til Vetrarólympíuleikana sem yrðu framvegis haldnir á fjögurra ára fresti. Á leikunum í Chamonix urðu Norðurlandabúar hlutskarpastir í mörgum greinum en Norðmenn unnu flest gull, eða sautján talsins. Af þeim þrjú hundruð keppendum sem tóku þátt voru aðeins þrettán konur og tóku þær allar þátt í listdansi á skautum. Íslendingar hafa keppt á öllum Vetrarólympíuleikum síðan 1948 að leikunum árið 1972 undanskildum. Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson tók þátt í fernum Vetrarólympíuleikum en komst aldrei á verðlaunapall, ekki frekar en aðrir Íslendingar sem hafa tekið þátt. Fimm Íslendingar munu keppa á leikunum í Sotsjí. Stöð 2 Sport og hliðarrásir stöðvarinnar munu sjónvarpa beint frá Sotsjí. Einnig mun Vísir fjalla ítarlega um leikana.Hryðjuverk og mannréttindabrot varpa skugga á undirbúninginn Tvennt hefur varpað skugga á undirbúning leikanna í Sotsjí. Annars vegar tvær hryðjuverkaárásir sem voru gerðar í borginni Volgograd sem liggur um 700 kílómetra frá Sotsjí. Þar fórust 34 manneskjur. Íslamskir hryðjuverkamenn og leiðtogi þeirra, Doku Umarov, hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér, og hótað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því að gerðar verði árásir á Sotsjí ef Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni. Rússnesk yfirvöld hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn uppreisnarsinnum í Norður-Kákasus og verða því við öllu búin í Sotsjí. Alls munu 37 þúsund rússneskir hermenn sinna öryggisgæslu á meðan á leikunum stendur. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig verið gagnrýnd fyrir ýmiss konar mannréttindabrot. Í júní samþykktu þau lög sem banna „áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Í yfirlýsingu frá Samtökunum 78 á Íslandi, þar sem Anna Pála Sverrisdóttir er formaður, krefjast þau þess að íslensk stjórnvöld bregðist opinberlega við mannréttindabrotunum í Rússlandi og fara fram á að þau fari að fordæmi annarra ríkja og sendi ekki sína æðstu embættismenn á leikana. Tveir íslenskir ráðherrar verða viðstaddir, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, og hafa þau heitið því að koma mótmælum gegn mannréttindabrotum á framfæriDýrustu Ólympíuleikar sögunnar Tæpar tvær vikur eru í að Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí í Rússlandi, þeir 22. í röðinni, hefjist. Alls verða 98 keppnir haldnar í fimmtán greinum. Þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir sem eru haldnir í Rússlandi síðan Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 en árið 1980 voru Sumarólympíuleikarnir haldnir í höfuðborginni Moskvu. Rússar eru staðráðnir í að sýna að þeir eru ekki eftirbátar annarra þjóða í skipulagningu Ólympíuleika. Þeir hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í íþróttahallir, samgöngumannvirki og tæknimál. Þegar Rússland sótti um að halda leikana árið 2007 sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að þeir myndu kosta um 1.400 milljarða króna, eða minna en Sumarólympíuleikarnir í London árið 2012 sem kostuðu um 1.600 milljarða. Nú lítur út fyrir að leikarnir í Sotsjí muni kosta tæpa sex þúsund milljarða króna. Fyrir vikið verða þeir dýrustu Ólympíuleikar sögunnar, enn dýrari en Sumarólympíuleikarnir í Peking 2008 sem kostuðu um fimm þúsund milljarða króna. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að fara undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Í dag eru liðin níutíu ár síðan fyrstu Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í frönsku Ölpunum, eða árið 1924. Keppt var í sex íþróttagreinum og voru viðburðirnir alls fjórtán talsins. Keppnin gekk undir heitinu Alþjóðlega vetraríþróttavikan og gekk afar vel. Fjórum árum síðar, eða árið 1928, hélt Alþjóðaólympíunefndin Vetrarólympíuleika í St. Moritz í Sviss og voru þeir titlaðir sem aðrir leikarnir í röðinni á eftir Chamonix.Norðurlandaleikar í Svíþjóð Fimm árum eftir að nútímaólympíuleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn árið 1896 var fyrsta alþjóðlega keppnin í vetraríþróttum haldin í Svíþjóð. Hún kallaðist Norðurlandaleikarnir, eða Nordic Games, og kepptu þar aðeins þjóðir frá Skandinavíu. Eins og með Ólympíuleikana var keppnin haldin á fjögurra ára fresti, en alltaf í Svíþjóð. Árið 1908 varð listdans á skautum ein af keppnisgreinum á Sumarólympíuleikunum í London þrátt fyrir að keppnin væri haldin þremur mánuðum á eftir öllum hinum keppnisgreinunum. Það varð upphafið að því að halda sérstaka Ólympíuleika fyrir vetraríþróttir.Vildu ekki Vetrarólympíuleika Árið 1911 lagði Alþjóðaólympíunefndin til að aðskilin vetraríþróttakeppni yrði haldin samhliða Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 en Svíar, sem vildu viðhalda vinsældum Norðurlandaleikja sinna, höfnuðu því. Fjórum árum síðar ætluðu Þjóðverjar að halda aðskilda keppni með vetraríþróttum samhliða sumarleikunum í Berlín en urðu að hætta við hvora tveggja leikana vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.Norðmenn unnu flest gull Eftir Ólympíuleikana í Antwerpen í Belgíu 1920, þegar íshokkí var í fyrsta sinn opinber íþróttagrein á sumarleikum, var ákveðið að Skandinavíubúar myndu halda alþjóðlega vetraríþróttaviku, enda höfðu þeir góða reynslu úr Norðurlandaleikunum. Viðburðurinn í Chamonix varð svo vinsæll á meðal þátttökuþjóðanna sextán að árið 1925 bjó ólympíunefndin til Vetrarólympíuleikana sem yrðu framvegis haldnir á fjögurra ára fresti. Á leikunum í Chamonix urðu Norðurlandabúar hlutskarpastir í mörgum greinum en Norðmenn unnu flest gull, eða sautján talsins. Af þeim þrjú hundruð keppendum sem tóku þátt voru aðeins þrettán konur og tóku þær allar þátt í listdansi á skautum. Íslendingar hafa keppt á öllum Vetrarólympíuleikum síðan 1948 að leikunum árið 1972 undanskildum. Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson tók þátt í fernum Vetrarólympíuleikum en komst aldrei á verðlaunapall, ekki frekar en aðrir Íslendingar sem hafa tekið þátt. Fimm Íslendingar munu keppa á leikunum í Sotsjí. Stöð 2 Sport og hliðarrásir stöðvarinnar munu sjónvarpa beint frá Sotsjí. Einnig mun Vísir fjalla ítarlega um leikana.Hryðjuverk og mannréttindabrot varpa skugga á undirbúninginn Tvennt hefur varpað skugga á undirbúning leikanna í Sotsjí. Annars vegar tvær hryðjuverkaárásir sem voru gerðar í borginni Volgograd sem liggur um 700 kílómetra frá Sotsjí. Þar fórust 34 manneskjur. Íslamskir hryðjuverkamenn og leiðtogi þeirra, Doku Umarov, hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér, og hótað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því að gerðar verði árásir á Sotsjí ef Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni. Rússnesk yfirvöld hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn uppreisnarsinnum í Norður-Kákasus og verða því við öllu búin í Sotsjí. Alls munu 37 þúsund rússneskir hermenn sinna öryggisgæslu á meðan á leikunum stendur. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig verið gagnrýnd fyrir ýmiss konar mannréttindabrot. Í júní samþykktu þau lög sem banna „áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Í yfirlýsingu frá Samtökunum 78 á Íslandi, þar sem Anna Pála Sverrisdóttir er formaður, krefjast þau þess að íslensk stjórnvöld bregðist opinberlega við mannréttindabrotunum í Rússlandi og fara fram á að þau fari að fordæmi annarra ríkja og sendi ekki sína æðstu embættismenn á leikana. Tveir íslenskir ráðherrar verða viðstaddir, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, og hafa þau heitið því að koma mótmælum gegn mannréttindabrotum á framfæriDýrustu Ólympíuleikar sögunnar Tæpar tvær vikur eru í að Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí í Rússlandi, þeir 22. í röðinni, hefjist. Alls verða 98 keppnir haldnar í fimmtán greinum. Þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir sem eru haldnir í Rússlandi síðan Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 en árið 1980 voru Sumarólympíuleikarnir haldnir í höfuðborginni Moskvu. Rússar eru staðráðnir í að sýna að þeir eru ekki eftirbátar annarra þjóða í skipulagningu Ólympíuleika. Þeir hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í íþróttahallir, samgöngumannvirki og tæknimál. Þegar Rússland sótti um að halda leikana árið 2007 sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að þeir myndu kosta um 1.400 milljarða króna, eða minna en Sumarólympíuleikarnir í London árið 2012 sem kostuðu um 1.600 milljarða. Nú lítur út fyrir að leikarnir í Sotsjí muni kosta tæpa sex þúsund milljarða króna. Fyrir vikið verða þeir dýrustu Ólympíuleikar sögunnar, enn dýrari en Sumarólympíuleikarnir í Peking 2008 sem kostuðu um fimm þúsund milljarða króna.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að fara undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira