Tónlist

Sjáið fyrstu tónleika Rolling Stones eftir andlát L'Wren Scott

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð.

Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum.

Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007.

Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins.

L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×