Colin Montgomerie sigraði á PGA meistaramóti öldunga 27. maí 2014 23:30 Montgomerie fagnar sigrinum um helgina. Getty Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“ Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira