Fjármálin valda flestum áhyggjum í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2014 12:32 Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira