Fjármálin valda flestum áhyggjum í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2014 12:32 Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira