Það andar heldur betur köldu á milli liðsfélagana hjá Marcedes, Lewis Hamilton og Nico Rosberg.
Hamilton er brjálaður út í Rosberg fyrir að hafa "stolið" ráspól í Mónakó um síðustu helgi. Hann hefur látið hafa eftir sér að þeir séu ekki vinir lengur.
Þeir talast ekki við lengur og Hamilton er hættur að laumapúkast með andúð sína í garð Rosberg.
"Ég faðmaði hann í byrjun síðustu keppni. Bara svona til þess að reyna að halda sambandinu góðu. Eftir það sem hefur gerst í kjölfarið þá mun ég ekki faðma hann aftur á næstunni," sagði Hamilton pirraður.

