Telja dóm í Al Thani-máli vega að stoðum réttarríkisins Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2014 16:18 Jónas Þór Guðmundsson er formaður Lögmannafélags Íslands, sem gerir alvarlegar athugasemdir við klásúlu í Al Thani-dómnum. Lögmannafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna dóms sem féll í desember á síðasta ári í því sem kallast Al Thani-málið, þar sem segir meðal annars: „Sé verjendum sakborninga meinað um þennan rétt er stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila.“ Lögmannafélagið vísar til klásúlu í dómi þar sem fundið er að því að fjögur vitni hafi átt fund með verjendum hinna ákærðu. Það er talið aðfinnsluvert og meðal annars til þess fallið að rýra trúverðugleika vitna. Símon Sigvaldason er dómsformaður, í fjölskipuðum dómi þriggja dómara. Lögmannafélagið gerir alvarlegar athugasemdir við þessi orð. Jónas Þór Guðmundsson er formaður Lögmannafélags Íslands og hann útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sem um er að ræða er að þessi aðfinnsla í héraðsdóminum bendi til þess að lögmenn megi bara alls ekki ræða við vitni, ólíkt ákæruvaldinu, og að ekki sé ljóst hvað nákvæmlega felst í henni? Hvort þetta gildi almennt um öll vitni eða hvort það séu einhverjar frekari takmarkanir á því? Hvort þetta eigi við í einhverjum sérstökum tilvikum eða ekki? „Þessi athugasemd er mjög víðtæk og veldur vafa um það hvernig lögmenn mega bera sig að, að því er varðar sína vinnu við vörn dómsmála, ekki eingöngu þessa tiltekna dómsmáls heldur allra annarra sakamála líka, þegar kemur að vitnum og framburði þeirra,“ segir Jónas Þór. Spurður hver hann sjái fyrir sér sem næstu skref málsins segir hann: „Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hæstiréttur taki afstöðu til þessarar aðfinnslu í héraðsdóminum. Og skýri réttarstöðuna er þetta varðar. Hugsanlega þarf að huga hér að lagabreytingum til þess að skýra sakamálalögin hvað þetta snertir.“Meðfylgjandi er ályktun Lögmannafélags Íslands í heild sinni:„Lögmannafélag ÍslandÁlyktun stjórnar Lögmannafélags ÍslandsÞann 12. desember 2013 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli nr. S-127/2012, svokölluðu Al-Thani máli. Í niðurstöðu dómsins segir m.a.:„Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjenda. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn er farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Þetta er aðfinnsluvert.“Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur kemur stjórn Lögmannafélags Íslands verulega á óvart og telur stjórn félagsins hæpið að túlkun dómara á tilvísuðu lagaákvæði standist. Samskipti verjenda við vitni er mikilvægur þáttur við undirbúning málsvarnar og ósjaldan eina leið verjanda til að fá upplýsingar um atvik máls. Af fyrri réttarframkvæmd má ráða að ákæruvaldið hefur rætt við vitni og kynnt þeim sönnunargöng áður en skýrslugjöf fer fram fyrir dómi undir aðalmeðferð máls. Sé verjendum sakborninga meinað um þennan rétt er stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila.Ljóst er að sú réttaróvissa sem uppi er um stöðu aðila og vitna í kjölfar niðurstöðu í umræddu máli er mjög bagaleg og getur haft veruleg áhrif á þau sakamál sem nú eru til meðferðar fyrir dómsstólum. Þessari réttaróvissu verður að eyða án tafar, þar sem núverandi staða er til þess fallin að rýra trúverðugleika réttarkerfisins og þar með réttarríkisins.Stjórn Lögmannafélags Íslands“ Tengdar fréttir Dómstólar dæma eins og vindarnir blása Þetta fullyrðir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari; það hriktir í réttarríkinu. 14. janúar 2014 16:49 Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Guðmundur Felix sem býr í Lyon fékk skilaboð frá frönskum manni þar sem hann þakkar honum fyrir hvað Íslendingar hafi tekið vel á málum bankamanna hér á landi. 25. desember 2013 18:54 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar. 13. desember 2013 16:58 Grimmir dómarar 17. desember 2013 09:45 Sannleikurinn: Bankamenn dæmdir í áralangt frítt fæði og húsnæði Hann þarf jafnframt að vera tík höfuðpauranna í Stokkseyrarmálinu í allavega 2 ár. 12. desember 2013 17:18 Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Þingmaðurinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem meira mega sín og má ekkert aumt sjá, hvort sem það er auðmaður, Þjóðkirkjan eða vændiskaupandi. 11. janúar 2014 16:20 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Það er þó vissulega ánæguleg tíðindi að Brynjar treysti sér ekki til starfa í íslenskum banka. Þar þurfum við heiðarlegt fólk. 13. desember 2013 08:48 Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59 Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20 Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Lögmannafélag Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna dóms sem féll í desember á síðasta ári í því sem kallast Al Thani-málið, þar sem segir meðal annars: „Sé verjendum sakborninga meinað um þennan rétt er stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila.“ Lögmannafélagið vísar til klásúlu í dómi þar sem fundið er að því að fjögur vitni hafi átt fund með verjendum hinna ákærðu. Það er talið aðfinnsluvert og meðal annars til þess fallið að rýra trúverðugleika vitna. Símon Sigvaldason er dómsformaður, í fjölskipuðum dómi þriggja dómara. Lögmannafélagið gerir alvarlegar athugasemdir við þessi orð. Jónas Þór Guðmundsson er formaður Lögmannafélags Íslands og hann útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sem um er að ræða er að þessi aðfinnsla í héraðsdóminum bendi til þess að lögmenn megi bara alls ekki ræða við vitni, ólíkt ákæruvaldinu, og að ekki sé ljóst hvað nákvæmlega felst í henni? Hvort þetta gildi almennt um öll vitni eða hvort það séu einhverjar frekari takmarkanir á því? Hvort þetta eigi við í einhverjum sérstökum tilvikum eða ekki? „Þessi athugasemd er mjög víðtæk og veldur vafa um það hvernig lögmenn mega bera sig að, að því er varðar sína vinnu við vörn dómsmála, ekki eingöngu þessa tiltekna dómsmáls heldur allra annarra sakamála líka, þegar kemur að vitnum og framburði þeirra,“ segir Jónas Þór. Spurður hver hann sjái fyrir sér sem næstu skref málsins segir hann: „Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hæstiréttur taki afstöðu til þessarar aðfinnslu í héraðsdóminum. Og skýri réttarstöðuna er þetta varðar. Hugsanlega þarf að huga hér að lagabreytingum til þess að skýra sakamálalögin hvað þetta snertir.“Meðfylgjandi er ályktun Lögmannafélags Íslands í heild sinni:„Lögmannafélag ÍslandÁlyktun stjórnar Lögmannafélags ÍslandsÞann 12. desember 2013 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli nr. S-127/2012, svokölluðu Al-Thani máli. Í niðurstöðu dómsins segir m.a.:„Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjenda. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn er farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Þetta er aðfinnsluvert.“Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur kemur stjórn Lögmannafélags Íslands verulega á óvart og telur stjórn félagsins hæpið að túlkun dómara á tilvísuðu lagaákvæði standist. Samskipti verjenda við vitni er mikilvægur þáttur við undirbúning málsvarnar og ósjaldan eina leið verjanda til að fá upplýsingar um atvik máls. Af fyrri réttarframkvæmd má ráða að ákæruvaldið hefur rætt við vitni og kynnt þeim sönnunargöng áður en skýrslugjöf fer fram fyrir dómi undir aðalmeðferð máls. Sé verjendum sakborninga meinað um þennan rétt er stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila.Ljóst er að sú réttaróvissa sem uppi er um stöðu aðila og vitna í kjölfar niðurstöðu í umræddu máli er mjög bagaleg og getur haft veruleg áhrif á þau sakamál sem nú eru til meðferðar fyrir dómsstólum. Þessari réttaróvissu verður að eyða án tafar, þar sem núverandi staða er til þess fallin að rýra trúverðugleika réttarkerfisins og þar með réttarríkisins.Stjórn Lögmannafélags Íslands“
Tengdar fréttir Dómstólar dæma eins og vindarnir blása Þetta fullyrðir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari; það hriktir í réttarríkinu. 14. janúar 2014 16:49 Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Guðmundur Felix sem býr í Lyon fékk skilaboð frá frönskum manni þar sem hann þakkar honum fyrir hvað Íslendingar hafi tekið vel á málum bankamanna hér á landi. 25. desember 2013 18:54 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar. 13. desember 2013 16:58 Grimmir dómarar 17. desember 2013 09:45 Sannleikurinn: Bankamenn dæmdir í áralangt frítt fæði og húsnæði Hann þarf jafnframt að vera tík höfuðpauranna í Stokkseyrarmálinu í allavega 2 ár. 12. desember 2013 17:18 Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Þingmaðurinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem meira mega sín og má ekkert aumt sjá, hvort sem það er auðmaður, Þjóðkirkjan eða vændiskaupandi. 11. janúar 2014 16:20 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Það er þó vissulega ánæguleg tíðindi að Brynjar treysti sér ekki til starfa í íslenskum banka. Þar þurfum við heiðarlegt fólk. 13. desember 2013 08:48 Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59 Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20 Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Dómstólar dæma eins og vindarnir blása Þetta fullyrðir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari; það hriktir í réttarríkinu. 14. janúar 2014 16:49
Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51
Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16
Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49
Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Guðmundur Felix sem býr í Lyon fékk skilaboð frá frönskum manni þar sem hann þakkar honum fyrir hvað Íslendingar hafi tekið vel á málum bankamanna hér á landi. 25. desember 2013 18:54
Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00
Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar. 13. desember 2013 16:58
Sannleikurinn: Bankamenn dæmdir í áralangt frítt fæði og húsnæði Hann þarf jafnframt að vera tík höfuðpauranna í Stokkseyrarmálinu í allavega 2 ár. 12. desember 2013 17:18
Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Þingmaðurinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem meira mega sín og má ekkert aumt sjá, hvort sem það er auðmaður, Þjóðkirkjan eða vændiskaupandi. 11. janúar 2014 16:20
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00
Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Það er þó vissulega ánæguleg tíðindi að Brynjar treysti sér ekki til starfa í íslenskum banka. Þar þurfum við heiðarlegt fólk. 13. desember 2013 08:48
Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59
Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20
Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35