Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 20:00 Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira