Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 20:00 Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira