Flott svæði og fallegir urriðar Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2014 20:35 Eitt af best geymdu leyndarmálum fluguveiðimanna á norðurlandi eru svæðin við Hraun og Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal en þau hafa fengið frekar litla kynningu hingað til. Stangaveiðifélag Akureyrar hefur þessi svæði í umboðssölu og eru laus leyfi þegar komin á vefinn hjá SVAK. Svæðin eru sérstaklega skemmtileg fluguveiðisvæði með breiðum og litlum straumbugum þar sem gjarnan má hitta á urriða í ætileit en mjög auðvelt er að sjá fiskinn á breiðunum þegar hann kemur upp í fluguna. Svæðið er stórt og þar sem það eru aðeins tvær stangir á hvoru svæði er rúmt um veiðimenn og feykinóg af stöðum til að velja úr. Algeng stærð á urriðanum er 2-4 pund en inn á milli má þo sjá stærri fiska. í byrjun tímabilsins er algengast að nota straumflugur en þegar líður á fara litlar púpur og þurrflugur að gefa best enda er fiskurinn þá kominn í nægt æti og verður oft sérstaklega vandfýsinn á agn. Þá er um að gera að skipta oft um flugu eða skoða vel hvaða fluga er að klekjast út á yfirborðinu og finna eina í boxinu sem líkist henni best. Verðið á leyfunum er mjög gott eða 4.400 kr á stöng fyrir hálfann dag. Veiði hefst á þessum svæðum 2. júní og það er oft besti tíminn þó svo að veiðin sé að öllu jöfnu góð allt tímabilið. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Eitt af best geymdu leyndarmálum fluguveiðimanna á norðurlandi eru svæðin við Hraun og Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal en þau hafa fengið frekar litla kynningu hingað til. Stangaveiðifélag Akureyrar hefur þessi svæði í umboðssölu og eru laus leyfi þegar komin á vefinn hjá SVAK. Svæðin eru sérstaklega skemmtileg fluguveiðisvæði með breiðum og litlum straumbugum þar sem gjarnan má hitta á urriða í ætileit en mjög auðvelt er að sjá fiskinn á breiðunum þegar hann kemur upp í fluguna. Svæðið er stórt og þar sem það eru aðeins tvær stangir á hvoru svæði er rúmt um veiðimenn og feykinóg af stöðum til að velja úr. Algeng stærð á urriðanum er 2-4 pund en inn á milli má þo sjá stærri fiska. í byrjun tímabilsins er algengast að nota straumflugur en þegar líður á fara litlar púpur og þurrflugur að gefa best enda er fiskurinn þá kominn í nægt æti og verður oft sérstaklega vandfýsinn á agn. Þá er um að gera að skipta oft um flugu eða skoða vel hvaða fluga er að klekjast út á yfirborðinu og finna eina í boxinu sem líkist henni best. Verðið á leyfunum er mjög gott eða 4.400 kr á stöng fyrir hálfann dag. Veiði hefst á þessum svæðum 2. júní og það er oft besti tíminn þó svo að veiðin sé að öllu jöfnu góð allt tímabilið.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði