"One size fits all“ afleit stefna í gjaldeyrismálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. maí 2014 13:03 Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar