"One size fits all“ afleit stefna í gjaldeyrismálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. maí 2014 13:03 Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun