Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2014 07:15 Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43