Tíu ár frá því að synjunarvaldi forsetans var fyrst beitt Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2014 19:30 Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira