Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi 2. júní 2014 21:34 Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira