Enski boltinn

Lambert genginn í raðir Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rickie Lambert mættur á Melwood.
Rickie Lambert mættur á Melwood. Mynd/LFC
Rickie Lambert, landsliðsframherji Englands, skrifaði í dag undir samning við Liverpool en hann kemur til liðsins frá Southampton. Kaupverðið er sagt 4,5 milljónir punda.

Lambert, sem skoraði 117 mörk í 235 leikum fyrir Dýrlingana á fjórum árum, lék með Liverpool sem strákur og hefur alla tíð verið stuðningsmaður liðsins.

„Ég trúi þessu ekki. Ég hef elskað þetta félagið allt mitt líf. Ég yfirgaf Liverpool þegar ég var 17 ára gamall en hef ekki hætt að elska það síðan,“ sagði Lambert við heimasíðu Liverpool eftir undirskriftina í dag.

Uppgangurinn á ferli Lamberts hefur verið lygilegur en aðeins eru sjö ár síðan hann lék með Bristol Rovers í D-deildinni á Englandi.

Hann er nú orðinn landsliðsmaður Englands og var valinn í hópinn sem fer á HM í sumar. Þar var hann tekinn fram yfir framherja á borð við Andy Carroll og Jermaine Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×