"Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni. ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni.
ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01