Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 15:04 Mynd/EU Utanríkisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að gengið sé gegn vilja almennings með því að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji klára viðræður við sambandið. Hann blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. Verði þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka samþykkt, verður Ísland fyrsta landið til þess. Sérfræðingar segja þá ólíklegt að aðildarumsókn frá Íslandi yrði tekin til greina af hálfu sambandsins, jafnvel næstu áratugi. Gunnar blæs á þetta. „Þetta eru nú bara einhverjar getgátur. Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið en auðvitað ætlast menn til þess að þegar við sækjum um og ef við sækjum um aftur verði það gert á traustum grunni og með raunverulegum vilja til að fara inn. Um leið og sá vilji er til staðar myndi ég segja að dyrnar stæðu opnar,“ segir Gunnar Bragi. Svo þú telur ekki að þessi ákvörðun myndi binda hendur næstu ríkisstjórnar ef þar kæmi upp vilji til að sækja um? „Nei nei alls ekki," segir Gunnar Bragi Þið vísið í að pólitískur vilji sé ekki til staðar á þingi fyrir að klára viðræðurnar en vilji almennings samkvæmt skoðanakönnunum er alveg klár, fólk vill klára viðræðurnar, væri ekki eðlilegt að þingið tæki tillit til þess? „Þetta er dálítil klemma sem við virðumst vera í á Íslandi í dag. Það er rétt að skoðanakannanir sýna að meirihluti vill klára viðræðurnar en nánast sömu tölur segja að menn vilja ekki ganga í Evrópusambandið," segir utanríkisráðherra og bætir við: „Menn hafa nú ekki skilið þá nálgun úti í Evrópusambandinu að það sé hægt að fara að skoða sig um í búðinni og taka bara úr hillunum það sem maður vill.“ Þannig að þú hefur ekki áhyggjur af því að þið séuð að ganga gegn vilja almennings? „Nei,“ svarar Gunnar Bragi. Þú talar um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur, þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning, já já, en mér finnst alla vega réttara að kalla þetta að það sé verið að draga til baka umsókn,“ bætir hann við. Gunnar segir ástæðulaust að óttast slæmar afleiðingar fyrir Ísland verði umsóknin dregin til baka. Þá eigi ákvörðunin ekki að koma á óvart, þetta sé sú niðurstaða sem stjórnarsáttmálinn hafi boðað. Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar Bragi að lokum. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Utanríkisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að gengið sé gegn vilja almennings með því að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji klára viðræður við sambandið. Hann blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. Verði þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka samþykkt, verður Ísland fyrsta landið til þess. Sérfræðingar segja þá ólíklegt að aðildarumsókn frá Íslandi yrði tekin til greina af hálfu sambandsins, jafnvel næstu áratugi. Gunnar blæs á þetta. „Þetta eru nú bara einhverjar getgátur. Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið en auðvitað ætlast menn til þess að þegar við sækjum um og ef við sækjum um aftur verði það gert á traustum grunni og með raunverulegum vilja til að fara inn. Um leið og sá vilji er til staðar myndi ég segja að dyrnar stæðu opnar,“ segir Gunnar Bragi. Svo þú telur ekki að þessi ákvörðun myndi binda hendur næstu ríkisstjórnar ef þar kæmi upp vilji til að sækja um? „Nei nei alls ekki," segir Gunnar Bragi Þið vísið í að pólitískur vilji sé ekki til staðar á þingi fyrir að klára viðræðurnar en vilji almennings samkvæmt skoðanakönnunum er alveg klár, fólk vill klára viðræðurnar, væri ekki eðlilegt að þingið tæki tillit til þess? „Þetta er dálítil klemma sem við virðumst vera í á Íslandi í dag. Það er rétt að skoðanakannanir sýna að meirihluti vill klára viðræðurnar en nánast sömu tölur segja að menn vilja ekki ganga í Evrópusambandið," segir utanríkisráðherra og bætir við: „Menn hafa nú ekki skilið þá nálgun úti í Evrópusambandinu að það sé hægt að fara að skoða sig um í búðinni og taka bara úr hillunum það sem maður vill.“ Þannig að þú hefur ekki áhyggjur af því að þið séuð að ganga gegn vilja almennings? „Nei,“ svarar Gunnar Bragi. Þú talar um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur, þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning, já já, en mér finnst alla vega réttara að kalla þetta að það sé verið að draga til baka umsókn,“ bætir hann við. Gunnar segir ástæðulaust að óttast slæmar afleiðingar fyrir Ísland verði umsóknin dregin til baka. Þá eigi ákvörðunin ekki að koma á óvart, þetta sé sú niðurstaða sem stjórnarsáttmálinn hafi boðað. Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar Bragi að lokum.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira