Jökulsárgljúfur rýmt á innan við sex tímum ef gos hæfist Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2014 09:45 Gönguleiðum í grennd við Dettifoss hefur verið lokað Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira