Jökulsárgljúfur rýmt á innan við sex tímum ef gos hæfist Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2014 09:45 Gönguleiðum í grennd við Dettifoss hefur verið lokað Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira